Saga - 1961, Blaðsíða 81
EFTIR ODD DIDRIKSEN
255
rýnir einkum, að alþingi hafi ekki sett inn í lögin ákvæði
um frestandi synjunarvald og árlegt alþingishald, eins og
Þingvallafundurinn 1885 hafði krafizt.1) „Nokkrir þjóð-
liðar“ skrifa í sama blað: „Það er . . . einsætt að breyta
frumvarpinu frá 1885 og 1886 í þá átt, að betri skorður
sé settar stjórnargjörræði gegn þingi og þjóð . . .“ 2) Þing-
ræði er ekki nefnt í þessum greinum, en þær eru ritaðar af
uiönnum, sem töldu sig til Þjóðliðsins, sem Jón Sigurðsson
frá Gautlöndum veitti forstöðu, og fylgdu þeirri stjórn-
málastefnu, sem hann og Jón Ólafsson höfðu beitt sér fyr-
lr- Bæði ritstjóri blaðsins, Páll Jónsson, og Jón Sigurðs-
son hvöttu til áframhaldandi baráttu, og Jón Sigurðsson
vildi, enda þótt hann byggist við lagasynjunum, meðan
ráðuneyti Estrups sæti að völdum, láta stjórnarskrárbar-
attuna sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru, því að endurskoð-
un stjórnarskrárinnar væri forsenda fyrir allri umbóta-
stefnu. Hið svonefnda löggjafar- og fjárveitingavald, sem
stjórnarskráin frá 1874 átti að veita, kæmi íslendingum
aldrei að fullum notum, fyrr en stjórnin yrði innlend og
alþingi fengi þar með „tilhlýðileg áhrif á landstjórnina
°g eftirlit með því, hvernig hún fer fram“.3)
Blað Skúla Thoroddsens á Isafirði, Þjóðviljinn, hélt frá
uPphafi fram kröfunni um þingræði. Það er á engan hátt
Uægilegt, að stjórnin verði innlend, segir þegar í öðru tölu-
blaði Þjóðviljans. Stjórnarskráin verður að hvíla á þeirri
grundvallarreglu, að meiri hlutinn ráði. „Flestir viður-
enna, þá er um smærri félög er að ræða, að meiri hluti
tólagsmanna þeirra, er atkvæði hafa, eigi að ráða fram-
væmdum félagsins. Eins verður að vera í þjóðfélaginu;
^e^ri hluti félagsmanna þeirra er atkvæði hafa að lögum
ei£a að ráða framkvæmdum þjóðfélagsins. Ekkert af hin-
^jýðingarmeiri stjórnarstörfum á því að framkvæm-
!) Norðurljósið 6/1 ’87.
2) Sama 27/6 ’87; sama grein og í Þjóðólfi 8/7 s. á., sjá hér
að ofan.
3) Norðurljósið 9/2 og 22/3 ’87.