Saga - 1961, Blaðsíða 61
EFTIR ODD DIDRIKSEN
235
hans áliti neinar umbætur, því að hún veitti enga trygg-
ingu fyrir því, að lagasynjanirnar yrðu færri en áður.
Konungur eða landstjóri gætu sagt nei eftir sem áður.1)
Hið eina, sem væri verulega nauðsynlegt, væri að sam-
vinna hæfist milli þings og ráðherra, og það skipti minna
máli, hvort ráðherrann byggi í Reykjavík eða Danmörku,
einungis ef þingið hefði tækifæri til þess að ræða við
hann.2)
Tryggvi Gunnarsson bar kápuna á báðum öxlum. Hann
fylgdi ályktun minni hlutans, án þess þó að beita sér gegn
tillögum meiri hlutans. Hann lét það afskiptalaust að til-
lagan var rædd og samþykkt í báðum deildum, en vildi þó
að sameinað þing felldi frumvarpið að lokum, til þess að
spara kostnað, sem kosningar og aukaþing hefðu í för með
sér. I stað þess átti alþingi þá að samþykkja bænarskrá til
konungs í þeim anda, sem minni hlutinn hafði lagt til.3)
Benedikt Sveinsson, framsögumaður meiri hlutans, full-
yrti, að orsök þess, að lög alþingis næðu ekki staðfestingu
konungs, væri sú, að þau væru lögð fyrir konung í danska
ríkisráðinu, og örlög lagafrumvarpanna væru rædd í
stjórn, sem væri öldungis ókunnug málefnum á íslandi og
alþingi átti þess engan kost að ræða við hana. „ .. . ef inn-
lendir ráðgjafar væru, þá veit ég . . ., að þeir mundu
þ^kkja mun betur til hags landsins, en nú gerist með ráð-
Sjafa fslands; enda yrðu þeir alveg óháðir ríkisráðinu, en
hefðu að sjálfsögðu ábyrgð fyrir alþingi.4) Hann áleit, að
agasynjunum lyki, ef stjórnin yrði innlend og lögin yrðu
endanlega afgreidd á fslandi, „því þá væri mótspyrnan
ra ríkisráðinu numin burt, er veldur lagasynjunum".5)
Að öðru leyti var það stöðugt tekið fram við umræð-
urnar í neðri deild, hve mikilvæg frjálslynd stjórnarskrá