Saga - 1961, Blaðsíða 27
EFTIR ODD DIDRIKSEN
201
Jafnframt því sem hann hélt fast fram kröfunni um inn-
lenda stjórn með ábyrgð fyrir alþingi, þá benti hann á
það, hve mikilvægt og nauðsynlegt það vseri að auka áhrif
alþingis á þann hátt, að þingfundir yrðu haldnir á hverju
ári og fulltrúunum fjölgað.1) Aukið áhrifavald Alþingis
treysti forsendurnar fyrir því, að þróuninni þokaði í þing-
ræðisátt. Við höfum varla mjög rangt fyrir okkur, þótt við
ályktum, að það hafi verið tilgangur Jóns Sigurðssonar.
Gagnrýni á stjórnarskránni.
Á árunum eftir 1874 ríkti rósemi í pólitískum málum
á Islandi, og skýtur hún mjög skökku við ólgu áranna
1871—’73. Andstætt stöðulögunum frá 1871 og stofnun
landshöfðingjaembættisins 1873 hlaut stjórnarskráin
fremur góðar móttökur, m. a. af því að íslendingar voru
í talsverðu hátíðaskapi þjóðhátíðarárið 1874. Á næstu ár-
um var stjórnarskráin gagnrýnd allharðlega öðru hverju,
en markviss áróður fyrir stjórnarskrárbreytingum var
ekki rekinn, og engin „þjóðarkrafa" um endurskoðun var
borin fram fyrr en um 1885.
Þegar á fyrsta löggjafarþinginu 1875 kom greinilega í
ljós, hvað íslendingar voru einkum óánægðir með í hinni
nýju stjórnarskrá.2) Óánægjan lcom fram í tveimur ávörp-
um til konungs, sínu frá hvorri deild, og tveimur fyrir-
spurnum til landshöfðingjans, og voru þær bornar fram
1) Andvari 1874, bls. 117 o. áfr., 119, 122 o. áfr.
2) Því hefur verið haldið frara (P. E. Ólason: Jón Sigurðsson
(Kbh. 1940), bls. 466 og Björn Þórðarson: Alþingi og frelsisbarátt-
an 1874 — 1944 (Rvík 1949), bls. 4), að margir hafi vænzt þess frá
upphafi, að sérstakur ráðherra yrði skipaður yfir málefni íslands,
þar eð engin skýr ákvæði um stjórnskipanina voru í stjórnarskránni.
Þau gögn, sem þessi ritgerð byggir á, veita enga heimild til þvílíkr-
ar staðhæfingar, enda er hún ekki studd neinum tilvitnunum í fyrr-
uefndum ritum. Það virðist yfirleitt vera lítil ástæða til þess að
álíta, að menn hafi vænzt annarrar skipanar framkvæmdarvaldsins
en stjórnin hafði ávallt boðað.