Saga - 1961, Blaðsíða 51
EFTIR ODD DIDRIKSEN
225
Ályktun Þingvallafundarins 1885 ber helzt aS skoða sem
heildarútkomuna úr róttsekri baráttu íslendinga í stjórn-
skipunarmálum. 1 raun og veru höfum við hér fyrir okkur
sambræðslu úr tveimur stefnuskrám í stjórnarskrármál-
inu: Annars vegar tillögu alþingis frá 1873 um jarlinn, en
hún var samþykkt sem eins konar stefnuskrá fyrir áfram-
haldandi baráttu í stjórnarskrármálinu, en hins vegar var
tillagan um frestandi neitunarvald. Hvorki Jón Sigurðs-
son frá Gautlöndum né Jón ólafsson höfðu mælt með til-
lögunni um jarlinn. Jón Sigurðsson hafði snúizt beint gegn
henni,1) en Jón Ólafsson lét í ljós, að hann gæti hugsað
sér, að stj órnarskipanin með jarlinum væri til bráða-
hirgða, þangað til ákvæði um frestandi synjunarvald yrði
viðurkennt.2) Þegar nefndin á Þingvallafundinum lagði
fram tillögu alþingis frá 1873 um jarlinn, þá var eðlilegt,
&ð tillaga um frestandi neitunarvald kæmi fram. Jafn víð-
lesið blað og Þjóðólfur hafði eindregið fylgt þeirri lausn
mála, og „Þjóðliðið" hafði frestandi synjunarvald á stefnu-
skrá sinni. Það sést ekki af heimildum, að hve miklu leyti
þeirri tillögu hefur verið teflt fram gegn áliti nefndar-
innar. Hins vegar er augljóst, að aðalforvígismenn hins
frestandi synjunarvalds álitu allt fram að Þingvallafund-
inum, að það fæli í sér betri kost en tillagan um jarlinn.
Niðurstaðan varð a. m. k. sú, að fulltrúarnir völdu ekki
milli þessara tillagna, en samþykktu álitsgjörð, sem fól í
®ér þær báðar. — Heimildirnar veita enga vitneskju um
hað, hvort spurningin um þingræði hafi komizt á dagskrá
við umræðurnar.
Forvígismenn stjórnarskrármálsins komu því fram, sem
heir ætluðu sér á Þingvallafundinum. Samþykkt fundar-
ius gaf skýrt til kynna kröfu kjósenda um endurskoðun
stjórnarskrárinnar. En þar kom fleira fram. Þótt við
Sreinum samþykktina í þá tvo höfuðþætti, sem hún var
*) Sjá bls. 218 hér að framan.
2) Þjóðólfur 10/5 ’84.
Saga — 15