Saga - 1961, Blaðsíða 62
236 UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
væri fyrir framfarir þjóða,1) og Jón Sigurðsson frá Gaut-
löndum taldi, að þróun mála í Noregi eftir 1814 væri ágæt
sönnun þess.2) Bæði hann og Friðrik Stefánsson gætu því
aðeins látið sér nægja, að íslendingar ættu sér ráðherra í
Kaupmannahöfn, að synjunarvald konungs yrði jafnframt
takmarkað.3)
Eftir aðra umræðu lagði nefndin til að setja orðin „kon-
ungurinn eða landstjórinn" þar sem áður stóð „landstjór-
inn“,4 5) og þannig yrði það lagt í hendur konungs að
ákveða, hve mikil völd landstjórinn ætti að hafa. Með
þessari breytingu var frumvarpið endanlega samþykkt
með 18 atkvæðum gegn fjórum (Halldór Kr. Friðriksson,
Arnljótur ólafsson, Þorkell Bjarnason og Th. Thorstein-
son voru á móti), og þannig var frumvarpið sent efri
deild.3)
1 efri deild mælti nefndin með því að samþykkja frum-
varpið með fáum minni háttar breytingum og lét í ljós þá
sannfæringu sína, að frumvarpið fjallaði ekki um aðrar
breytingar á stjórnarskránni en þær, sem væru bráðnauð-
synlegar til þess að leggja grundvöll að landstjórn og lög-
gjöf, sem yrði í samræmi við þarfir þjóðarinnar. Sam-
kvæmt skilningi nefndarinnar hvíldi þessi grundvöllur á
því, „að stjórnin og alþingi vinni sem miðlaminnst saman
að lagasetningunni og að stjórn landsins sé dregin sem
mest saman í landinu sjálfu“. Jón Pétursson, sá eini kon-
ungkjörni af nefndarmönnunum fimm, skarst úr leik og
lagði til eins og minni hlutinn í neðri deild, að alþingi
sendi konungi ávarp þess efnis, að Island fengi eigin ráð-
herra, sem ætti sæti á alþingi.6)
1) Alþt. 1885 B, sp. 373 (Þórarinn Böðvarsson), 571 o. áfr. (FriÖ-
rik Stefánsson); sbr. hér að neðan.
2) Sama, sp. 385.
3) Sama, sp. 832, 859.
4) Sama C, bls. 231.
5) Sama B, sp. 873 o. áfr.
6) Sama C, bls. 365-368.