Saga - 1961, Blaðsíða 13
EFTIR ODD DIDRIKSEN
187
þingræðisins á íslandi. Hann vildi aðeins setja „ábyrgðar-
principið" í stjórnskipunarlögin, en láta þjóðina „fylla út
þetta schema sem grundvallarlögin gefa".1) Einnig má
segja, að þessar hugmyndir hans um framtíðarstjórnar-
hætti Islendinga væru að miklu leyti bollaleggingar um
efni, sem ekki var brýn þörf á að ráða fram úr hjá þjóð,
sem skorti algjörlega grundvallarforsendur fyrir þing-
ræðisstjórn í eiginlegri merkingu, — skýra pólitíska
flokkaskiptingu.
Það er þó mjög eftirtektarvert, að Jón Sigurðsson tek-
ur að boða ágæti þingræðisstjórnar þegar á 5. tug aldar-
innar. Um þær mundir var krafa um þingræði óþekkt ann-
ars staðar á Norðurlöndum, enda þótt einstaklingar í
Noregi og einkum í Danmörku væru á svipaðri skoðun og
Jón Sigurðsson um þetta efni. Fyrst á 8. tug aldarinnar
hófu danskir vinstri menn baráttuna fyrir þingræði, og
fyrr er ekki heldur hægt að tala um neina markvissa bar-
áttu fyrir þingræðisstjórn í Noregi. Jón Sigurðsson var í
hópi þeirra, sem höfðu frjálslyndastar skoðanir í stjórn-
skipunarmálum á Norðurlöndum um miðja 19. öld. Páll E.
ólason, höfundur ævisögu hans, sannar,2) að hann hefur
lesið öll helztu grundvallarrit liberalismans eða frjáls-
lyndisstefnunnar á 19. öld. Sé þessa gætt, verður ljóst, hve
mikilvægt það var fyrir íslendinga, að Jón var búsettur
í Danmörku. Þjóðfrelsisstefnan í Danmörku var mjög
evrópsk, ef þannig mætti að orði komast, evrópskari en
annars staðar á Norðurlöndum. Enda þótt krafan um þing-
ræði væri ekki borin fram á dögum júnígrundvallarlag-
anna og þjóðfrelsisstefnunnar í Danmörku, þá var það
engu að síður útbreidd skoðun meðal þjóðfrelsismanna,
að ríkisþingið gæti vikið ráðuneyti frá völdum.3)
Skoðunum Jóns Sigurðssonar á þessari hlið stjórnskip-
1) Bréf J. S. 1911, bls. 168.
2) P. E. Ólason: Jón Sigurðsson (Rvík 1929-’33) I, bls. 364-70.
3) Engelstoft og Wendt: Haandbog i Danmarks politiske Historie
fra Freden i Kiel til vore Dage (Kbh. 1934), bls. 108 og 138.