Saga - 1961, Blaðsíða 10
184
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
Skýrgreining.1)
Þingræði nefnist sú stjórnskipan, er ábyrgir ráðgjafar
þjóðböfðingjans þurfa að njóta trausts fulltrúa þjóðar-
innar. Af þessari grundvallarreglu leiðir, að þingræði
kemst ekki á, fyrr en sú réttarregla er lögtekin eða verður
að hefð, að ákvörðunarvaldi þjóðhöfðingjans verði aðeins
beitt í samráði við ríkisstjórn, sem sé skipuð ábyrgum ráð-
herrum, sem hafa á einhvern hátt hlotið samþykki meiri
hluta af fulltrúum þjóðarinnar eða á þjóðkjörnu þingi.
Þjóðhöfðinginn verður því skyldur að leita sér ráðgjafa
meðal þeirra manna, sem álitið er, að njóti trausts þessa
meiri hluta. Einnig eru ráðherrarnir skyldir að segja af
sér, ef það kemur í Ijós, að þeir hafi ekki þetta traust að
bakhjarli, og er það oftast talið hið raunhæfa gildi grund-
vallarreglunnar um þingræði.
Þingræði er þannig framhaldsþróun hins almenna
stjórnarskrárbundna eða þingbundna ríkisvalds með ráð-
herraábyrgð. Krafan um þingræði var mikilvægur þáttur
í baráttu frjálslyndra og róttækra manna fyrir lýðræði í
Evrópu á 19. öld, og hún hafði því einnig að geyma kröfu
um það, að ríkisstjórnir færu að vilja þjóðarinnar, eins og
hann birtist í kosningum til fulltrúaþinga. Hið klassíska
þingræði, eins og það birtist í heimalandi sínu, Englandi,
hvílir á þeirri forsendu, að tveir stórir stjómmálaflokkar
keppi um völdin og þeim sé mögulegt að skiptast á um
stjórnarforystuna. Þetta stjórnskipunarkerfi þróaðist á
Englandi á 18. öld, en venjulega er talið, að þingræðið hafi
unnið þar fullan sigur við breytingarnar á kosningalög-
unum 1832, en í raun og veru var stjórnskipan hins klass-
íska þingræðis ekki fullmótuð fyrr en á síðasta fjórðungi
19. aldar.
1) Skýrgreiningin er að mestu leyti reist á verki K. J. Stálbergs:
Parlamentarismen i Finlands statsförfattning (Helsingfors 1927),
bls. 8. Sbr. Jens Himmelstrup: Den provisoriske Lovgivning i Dan-
mark (Kbh. 1948), bls. 60.