Saga - 1961, Blaðsíða 38
212
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
Krafa um þingræði.
Örlög stjórnarskrármálsins á alþingi 1881 og 1883 sýna,
að þingfulltrúarnir höfðu ekki mikinn áhuga á því að
hefja stjórnarskrárbaráttuna að nýju. Flytjendum máls-
ins hlaut að vera það ljóst, að það væri ógjörlegt að fá al-
þingi 1885, síðasta þing kjörtímabilsins, til þess að sam-
þykkja endurskoðunartillögur, án þess að fyrir lægju skýr-
ar kröfur í málinu frá kjósendum. Allt til ársins 1884 var
ekki rekinn neinn áróður fyrir stjórnarskrárbreytingum,
en þá urðu þáttaskil. 1 byrjun ársins 1884 hóf Þjóðólfur
skæðan áróður fyrir stjórnarskrárbreytingum, og síðar
bættust fleiri blöð í hópinn. Fyrir árslok var jafnvel tekið
að vinna að stofnun stjórnmálaflokka, sem hefðu endur-
skoðun stjórnarskrárinnar að aðalstefnuskrármáli. Sam-
tímis þessum auknu stjórnmálaumsvifum varð krafan um
þingræði í fyrsta sinn í sögu stjórnarskrárbaráttunnar á
Islandi eitt aðalinntak umræðnanna.
1 grein í Þjóðólfi 19. janúar 1884, — „Hvað er þá
að?“ —, er í fyrsta sinn í opinberum umræðum notað ís-
lenzka orðið „þingræði“ fyrir hugtakið parlamentarismi.
Ritstjóri blaðsins, Jón Ólafsson, hafði setið á alþingi frá
1881. í grein þessari staðhæfir hann, að aldrei verði við-
unandi stjórnarhættir á Islandi fyrr en „sá sami maður
mætir á þinginu, sem á eftir á að bera ábyrgðina fyrir
synjun staðfestingar á lögum þingsins og eins á fram-
kvæmd laganna“. „Fyrr getur ekki komið til mála að þing-
ræðisreglan (parlamentarismus) nái nokkurri viðurkenn-
ingu hjá oss. Og ekki nóg með það. Konungurinn má ekki
hafa nema frestandi synjunarvald hjá oss, ef nokkur von
á að vera, að þingræðisreglan komist hér á.“ Hann held-
ur áfram:
„Það, sem er að voru stjórnlega lífi nú, er það, að
vér höfum ekkert eitt stórt mark og mið.
Þess vegna er engin flokkaskipun á þingi voru.