Saga - 1961, Blaðsíða 82
256
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
ast, sem eigi í það eða það skiptið er vilji meiri hluta
þjóðarinnar, þjóðarfulltrúanna." a) Ráðherraábyrgð er
„hyrningarsteinninn fyrir allri þingbundinni stjórn“, en
samkvæmt stjórnarskránni frá 1874 getur alþingi ekki
gert ráðherrann ábyrgan fyrir öðru en „stjórnarskrár-
broti í strangasta skilningi“. í lagalegum skilningi hefur
alþingi ekki grundvöll til þess að „áfella“ neinn ráðherra
fyrir lagasynjanir; ráðherra er ábyrgðarlaus fyrir alþingi,
svo lengi sem hann brýtur ekki stjórnarskrána.1 2) Ábyrgð-
arleysi ráðherra og landshöfðingja er aðalgalli stjórnar-
skrárinnar, hélt blaðið enn fremur fram, og allt annað
skiptir minna máli, ef „aðalatriðið" vinnst: „innlend
stjórn og þingræði“.3)
Um nýár 1887 fjallar blaðið um samþykkt alþingis 1885
og 1886 og segir, að það geti ekki séð annað en „það full-
nægi í öllum aðalatriðum þeirri aðalþörf vorri að fá inn-
lenda stjórn og að í því liggi einnig grundvöllurinn til
þingræðis, sé frumvarpinu réttilega beitt“. En alþingi
hefur einnig farið „svo hóglega í sakirnar sem hægt var“,
og fólkið hefur gengið „mjög langt til samkomulags við
stjórnina með því að ráðleggja fulltrúum sínum við kosn-
ingarnar 1886 að samþykkja frumvarpið. „Það er sem sé
ekkert efamál, að það mundi æskilegra og heppilegra til
frambúðar, að búið væri enn betur um hnútana, að því er
vald þingsins snertir, en gert er í nefndu frumvarpi."
Þessu væri hægt að koma fram, annaðhvort með því að
gera skipan landsdómsins enn pólitískari en ráð er fyrir
gert í frumvarpinu, eða, og það áleit blaðið æskilegra, með
því að takmarka synjunarvald konungs í öllum málum
nema stjórnskipunarmálefnum. Þar að auki áleit blaðið
nauðsynlegt, að alþingi kæmi saman árlega og kjörtíma-
bilið yrði þrjú ár, því að það „er varla við því að búast,
1) Þjóðviljinn 15/11 ’86.
2) Sama 30/11 ’86.
3) Sama 31/12 ’86.