Saga - 1961, Blaðsíða 118
292
GÍSLI SIGURÐSSON
einna breiðastur vestast, en það gerir, að spölkorn frá
túngarðinum skagar lítið nes, Hjallanes, inn í Hvaleyrar-
tjörn, og eykur hún nokkuð breidd hans. Nokkru innar er
svo Skiphóll. Þar er Grandinn einnig allbreiður, því að í
norður frá Skiphól gengur Eyrarsker út í fjörðinn. í hléi
við Eyrarsker sveigin Grandinn allmikið út, og heitir þar
Kringla. Var þar lítil bunga, sem fé 'hafnaði á í smá-
streymi. Fyrir þennan sveig verður óseyrartjörn allbreið
vestast. Frá Kringlu sveigir Grandinn aftur inn að land-
inu og stefnir nú til landsuðuráttar allt inn á Háagranda
gegnt óseyri. Frá Eyrarskeri og Kringlu liggur Grandinn
eins og vængur á grúfu. Veit barðið að tjörninni og er þar
nær þverhnípt í sjó niður, þegar lægst er í tjörninni. Frá
barðbrúninni lækkar Grandinn aflíðandi út og niður í
fjörðinn, en vængbroddurinn teygist inn austan við Háa-
granda gegnt Flensborg. Milli Háagranda og óseyrar er
Ósinn eða Ósmynnið, og er þar mikill straumur á föllum,
en þó sérstaklega á útfalli. Nöfnin óseyri og Óseyrartjörn
munu vera ung, varla eldri en frá síðasta fjórðungi 18.
aldar. óseyri finnst þá fyrst sem bæjarnafn í kirkju-
bókum.
Lýsing sú af Grandanum, sem hér hefur verið gerð, er
eins og hann var á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, en
síðan hafa miklar breytingar orðið.
Um 1910 mátti heyra gamalt fólk segja frá því, að á
fyrstu öldum íslandsbyggðar hafi Hvaleyri náð allt út
undir Helgasker, en landsig og landbrot af sjávargangi
hafi eytt landinu, eins og nú mætti sjá. Hvað sem líður
sannleiksgildi þessarar sagnar, er eitt víst: við Hafnar-
fjörð hefur orðið mikið landbrot, ekki sízt á Hvaleyri og
Grandanum. Stafar þetta mikið af því, að bergtegund sú,
sem mest mæðir á bæði sjór og loft, er svo gljúp og laus í
sér, að hún molnar viðstöðulítið og eyðist. Á Grandanum
hefur alla tíð verið laus jarðvegur.
Gísli bóndi Jónsson í Vesturkoti á Hvaleyri hefur veitt
því athygli þau 50 ár, sem hann hefur búið þar, að Höfð-