Saga - 1961, Blaðsíða 75
EFTIR ODD DIDRIKSEN
249
því að gefa sjálf út bráðabirgðafjárlög. Undir þennan leka
var reynt að setja með 6. grein ábyrgðarlaganna. Þar er
embættismissir ráðgjafanna lagður við slíku framferði og
einnig setningu bráðabirgðalaga, ef nauðsyn slíkrar laga-
setningar var kunn, meðan alþingi sat á rökstólum, án
þess að því gæfist kostur á að fjalla um málið.1)
Af ummælum Benedikts Sveinssonar við umræðurnar
er helzt að ráða, að hann hafi í grundvallaratriðum verið
sammála Jóni ólafssyni og Jóni Sigurðssyni frá Gautlönd-
um um það, að endurskoðun stjórnarskrárinnar ætti að
búa í haginn fyrir þróun til þingræðislegra stjórnarhátta.
Sú misklíð, sem var milli þeirra þremenninganna, þegar
unnið var að frumvarpinu 1885, mun eftir þetta ekki hafa
snúizt svo mjög um sjálft takmarkið, heldur um öruggar
leiðir í þingræðishöfn. í þessu efni hafa þeir Jón Ólafsson
og Jón Sigurðsson frá Gautlöndum verið auðsæilega fúsari
að læra af reynslu Dana og Norðmanna og viljað ganga
allmiklu róttækari leiðir en Benedikt. Þegar Benedikt
féllst á 1886 að reisa skorður við hugsanlegri íslenzkri
.»bráðabirgðastefnu“ („provisorisme") með ákvæðum í
ábyrgðarlögunum, þá var það af hans hálfu auðsæ undan-
látssemi við Jón Ólafsson og fylgismenn hans. Jón Ólafs-
son lét sér hins vegar, eins og síðar kemur fram, ekki
nsegja slíka málamiðlun.
I ræðu árið 1901 2) hélt Jón Ólafsson því fram, að
^oiri hlutinn á alþingi 1885 hefði ekki haft áhuga á
né skilið þörf þess, „að tryggja rétt þingsins gagn-
vart stjórninni“ (leturbreyt. J. Ó.). Þessi lýsing er að
t*ví leyti rétt, að fyrir meiri hlutanum vakti ekki að
^yggja þingræðisstjórn. Markmið alls þorra kjósenda og
þingmanna með endurskoðun stjórnarskrárinnar 1885
og 1886 var að knýja fram þá sjálfstjórn, sem Islend-
ingar höfðu krafizt frá því um miðja öldina, en hún gat
!> Alþt. 1886 C, bls. 30.
Sjá neðanmálsgrein bls. 229.