Saga - 1961, Blaðsíða 95
EFTIR ODD DIDRIKSEN
269
1881 til 1888, og svo mikil neyð ríkti í landinu, að Islend-
ingar þurftu að þiggja hjálp frá útlöndum.1) Hugsanlegt
er, að sú óánægja, sem neyðin hafði í för með sér, hafi
fallið í farveg áróðursins og leitað útrásar í kröfunni um
endurskoðun stjórnarskrárinnar. Við höfum séð, að trúin
á framfarirnar var nátengd kröfunni um endurskoðun
stj órnarskrárinnar.
Allt frá 1884 var uppi krafa um það, að tryggja þyrfti,
að stjórnarskrárbreytingin leiddi til þingræðisstjórnar.
Bæði Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson frá Gautlöndum
álitu frá upphafi, að slík trygging gæti m. a. verið fólgin
í takmörkun á synjunarvaldi konungs eftir norskri fyrir-
ttynd. Krafan um frestandi synjunarvald rakst hins vegar
á beina andstöðu Benedikts Sveinssonar, sem áleit hana
ósamrýmanlega hugmyndinni um takmarkað konungsvald.
Það sýnir, hve sterka stöðu Benedikt Sveinsson hafði í
stj órnskipunarmálinu á alþingi, að krafan um takmörkun
synj unarréttarins var ekki tekin upp í frumvarpið 1885
trátt fyrir hið mikla fylgi, sem hún átti að fagna á Þing-
vallafundinum.
Um þær mundir, sem alþingi sneri sér að því að endur-
skoða stjórnarskrána, varð þróun mála í Danmörku til
Þess að beina athygli manna að ákvæðum stjórnarskrár-
^nnar um bráðabirgðalög. Jón Ólafsson dró þegar þær
alyktanir af gangi málanna í Danmörku, að fjárveitinga-
vald alþingis yrði að tryggja með ákvæðum gegn bráða-
bll'gðafjárlögum. Jón Sigurðsson virðist hafa fylgt honum
að málum í þessu efni við undirbúning frumvarpsins, en
akvæðin voru ekki felld inn í það sökum andstöðu Bene-
^ikts Sveinssonar. Breytingartillaga Jóns ólafssonar fékk
€kki heldur neitt teljandi fylgi á alþingi 1885.
1 kosningabaráttunni til aukaþingsins 1886 komu fram
^ástakar raddir, sem kröfðust ákvæða gegn bráðabirgða-
Jarlögum, en þar eð stjórnarskráin mælti svo fyrir, að
U Magnús Jónsson, bls. 229 -’33.