Saga - 1961, Blaðsíða 40
214
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
það ekki ætlun blaðsins, að stjórnarskráin þyrfti engra
endurbóta við, en það varð að sitja í fyrirrúmi að gera
landið sem fyrst „sjálfbjarga".1)
Skömmu síðar hóf nýtt blað göngu sína í Reykjavík.
Það var Fjallkonan. Ritstjóri var Valdimar Ásmundsson.
Hann gerði strax í fyrsta tölublaði þess grein fyrir þeirri
stjórnmálastefnu, sem blaðið hugðist styðja. Það vildi
stuðla að endurskoðun stjórnarskrárinnar á þá leið, að
alþingi hlyti „óbundið löggjafarvald, fullkomið þingræði
og full og óskert fjárráð . . .“. Blaðið skýrði ekki frekar,
hvaða skilning það lagði í hugtakið „fullkomið þingræði",
en hitt kemur fram, að yrði gengið að kröfum þess, þá
taldi blaðið, að árangurinn mundi m. a. birtast í því, að
hætt yrði að synja lagasamþykktum alþingis um staðfest-
ingu. Enn fremur segir í yfirlýsingunni um stefnuskrána,
að blaðið vilji vinna að því, að „yfirstjórn landsins verði
svo skipað, að hún hafi fulla ábyrgð fyrir alþingi og að
vér fáum sérstakan ráðgjafa við hönd konungs, íslenzkan
mann með fjölhæfri þekkingu á innlendri stjórn, lögum
og landsháttum, sem fylgir með áhuga fram málum þings
og þjóðar, en láti eigi danska kaupahéðna eða færeyskar
peysur vefjast fyrir fótum sér“. Enn fremur hugðist blað-
ið beita sér fyrir kosningum til hvers(!) alþingis, fyrir
almennum kosningarétti, kviðdómum, aðskilnaði ríkis og
kirkju og afnámi ónauðsynlegra embætta.2)
Þetta róttæka blað, sem var undir ritstjórn sjálfmennt-
aðs bóndasonar, gat skýrt frá því 30. júlí, að í undirbún-
ingi væri að stofna stjórnmálaflokk. Þar segir m. a.:
„Þar sem bræður vorir í Noregi hafa nú unnið til
fulls sigur á mótstöðumönnum sjálfstjórnar þar í
landi og frændur vorir í Danmörku eiga að eins fáa
fjendur óunna, þá ætlum vér, sem eigum enn lengra
í land til fullsælu frjálsrar stjórnar, að sameina krafta
1) Suðri 26/1 ’84.
2) Fjallkonan 29/2 ’84.