Saga - 1961, Blaðsíða 57
EFTIR ODD DIDRIKSEN
231
Við umræðurnar líkti Jón ólafsson stjórnarskrárfrum-
varpinu við stjórnskipan í sjálfstjórnarnýlendum Breta
og sagði þá m. a.: „í nýlendunum staðfesta landstjórar öll
lög, . . . og meira að segja í öllum nýlendunum er fyllsta
þingræði, svo að hver stjórn fer frá, undir eins og lög
hennar koma ekki heim eða standa í samræmi við vilja
þjóðarinnar.“ x) Seinna lét hann þau orð falla, að ekki
væri allt fengið, sem yrði að nást fram, þótt frumvarpið
yrði samþykkt.2) Hann skýrði það ekki nánar, en breyt-
ingartillögurnar, sem hann var meðflutningsmaður að,
sýna, að það, sem hann saknaði einkum, var trygging fyrir
Í>ví, að úrslitavald í íslenzkum stjórnmálum væri í hönd-
um alþingis.
Ásamt Friðriki Stefánssyni og Ólafi Pálssyni lagði Jón
Ólafsson fram breytingartillögu um skipan landsdóms.
■^uk dómara í landsyfirréttinum átti landsdómurinn að
vera skipaður öllum þingmönnum, sem sæti áttu í efri
deild alþingis. Sá ákærði átti að hafa rétt til þess að ryðja
ur dóminum allt að fimm mönnum, en tala dómara átti
Jafnan að standa á stöku, og reyndist það nauðsynlegt,
skyldi varpa hlutkesti um, að einn maður hyrfi þar úr
sæti.s)
Markmiðið með þessari breytingartillögu hefur án efa
verið það að gera landsdóminn að pólitísku tæki í höndum
ulþingis, ef til árekstra kæmi milli þings og stjórnar.
Þetta atriði birtir okkur sem áður áhrif frá Noregi, því að
Par giltu einmitt svipaðar reglur um ríkisrétt, og þar hafði
sá dómstóll, ríkisrétturinn, reynzt öflugt tæki á lokastigi
aráttunnar fyrir þingræðinu. Tillagan var samþykkt með
2 atkvæðum á móti 10,4) en síðar var greininni breytt
samkvæmt tillögu frá nefndinni með 15 atkvæðum. Breyt-
lngin var á þann hátt, að aldrei skyldu færri en tveir lands-
1) Alþt. 1885 B, sp. 376 o. áfr.
2) Sama, sp. 843 o. áfr.
3) Sama C, bls. 235.
4) Sama B, sp. 644.