Saga - 1961, Blaðsíða 29
EFTIR ODD DIDRIKSEN
203
án þess að vantraust dönsku og enn síður íslenzku þjóð-
fulltrúanna gæti á nokkurn hátt orðið honum að falli.
Stjórnarskiptin í Danmörku voru einnig tilefni fyrir-
spurnar Halldórs Kr. Friðrikssonar til landshöfðingjans.
Hann spurði, hvort hann áliti, að stjórnarskipti í Dan-
mörku ættu að hafa áhrif á það, hver væri íslandsráð-
herra. Út úr ávarpi neðri deildar má e. t. v. lesa, að
nefndarmennirnir þrír hafi verið þeirrar skoðunar, að
meiri hluti á alþingi ætti að hafa vald til þess að steypa
Islandsráðherranum af stóli. Ekkert kemur fram í fyrir-
spurn Halldórs Kr. Friðrikssonar, sem gefur til kynna, að
hann hafi verið svipaðrar skoðunar. Honum þótti það frá-
leitt, ef málum væri þannig háttað, eins og stjórnarskiptin
í Danmörku gæfu til kynna, að það væri í höndum danska
ríkisdagsins að ákveða, hve lengi íslandsráðherrann væri
við völd. Hann kvað nauðsynlegt að skipa málum þannig,
að sá, sem settur hefði verið ráðherra yfir Islandsmál,
hann héldi þeirri stöðu sinni án tillits til þess, hvort hann
gæti verið ráðherra yfir dönskum málefnum eða ekki, því
að annars væri stjórn hinna íslenzku sérmála „á hinni
mestu ringulreið", og íslendingar gætu aldrei vænzt þess,
að íslandsráðherrann þekkti nokkru sinni til íslenzkra
málefna og aðstæðna. Hið kænlega svar landshöfðingjans
var á þá leið, að það væri háð vilja konungs og þeim að-
stæðum, sem hefðu áhrif á hann hverju sinni, hvaða afleið-
mg stjórnarskipti í Danmörku hefðu á stöðu íslandsráð-
herrans.1)
Hin fyrirspurnin, borin fram af Benedikt Sveinssyni,
var á þá leið, hvort það væri í samræmi við stjórnar-
skrána, að íslandsráðherrann sæti í danska ríkisráðinu.
Eftir stutta umræðu var samþykkt tillaga um að taka fyrir
næsta mál á dagskrá í trausti þess, að ríkisstjómin sæi um
Það, að hann sæti þar ekki sem slíkur.2)
1) Alþt. 1875 II, bls. 367, 368 o. áfr.
2) Sama, bls. 373-’78.