Saga - 1961, Blaðsíða 122
296
GÍSLI SIGURÐSSON
skákir. Um sama leyti, 1775—1777, er uppi hér norskur
sjóliðsforing-i, Minor að nafni, er vann að kortagerð,
strand- og djúpmælingum. Byrjaði hann við Garðskaga
og komst vestur á Breiðafjörð. Gerði Minor kort, sem við
hann er kennt. Hann drukknaði í maí 1777 ásamt tveimur
af matrósum sínum, og eru þeir jarðaðir í Garðakirkju-
garði.
Af uppdrætti Minors má margt merkilegt ráða:
Fyrst: Grandinn liggur miklum mun utar en síðar varð.
Annað: Grandinn er þakinn jarðlagi og gróinn allt út
á Háagranda, en ekki malarhryggur, eins og síðar
varð.
Þriðja: Hvaleyrargrandi er miklu breiðari þá en síðar
varð.
Fjórða: Tjörnin er ein milli Grandans og suðurlands-
ins, ekki skipt í tvær, eins og síðar varð.
Fimmta: Tjörnin er 77 fet í ytri endann og grynnri
innar og útfiri mikið.
Sjötta: Skiphóll er þá áfastur suðurlandinu, en ekki
Grandanum, eins og síðar varð.
Sjöunda: Engar upplýsingar er af þessum uppdrætti að
fá um forna verzlunarstaðinn, eru þó aðeins 100 ár
liðin frá færslunni.
í skiptaskjalinu frá 1775 er ekki minnzt á yzta hluta
Grandans, Kringu eða Háagranda. 90 föðmunum er allvel
lýst, þar sem sagt er, að tvær innri skákirnar séu bæri-
legar til slægna og undir fiskhjalla. Heimustu skákinni er
þannig lýst, að hún sé lökust, bæði grýtt og gróðursnauð
nema Hjallanes, sem bæði er gott til slægna og undir fisk-
hjalla. I þessu ágæta skjali er hvergi neitt að finna, er
bendi til þess, að á þessum hluta Grandans hafi verzlunar-
staðurinn staðið að fornu. Hefði þó vafalaust enn mátt sjá
tættur eða tóttarbrot, ef þar hefði verið verzlunarstaður.
Ef verzlunarstaðurinn hefði verið þarna heimast a
Grandanum, hefðu þeir Bjarnastaðafeðgar ekki farið að
ríða ósinn óreiðan til þess að komast frá kaupstaðnum.