Saga - 1961, Blaðsíða 67
EFTIR ODD DIDRIKSEN
241
sem alþingi haíði samþykkt. Suðri talaði um endurskoðun
stjórnarskrárinnar sem „stórvirkið“ á þinginu 1885 og
taldi, að enginn vafi léki á því, að aðalatriði stjórnar-
skrárfrumvarpsins væru í fullu samræmi við vilja þjóðar-
innar. Þjóðin léti sér ekki nægja neitt minna en þar væri
ákveðið.1) í grein um tilkynningu stjórnarinnar skrifar
blaðið, að hin danska stjórn geti beðið þess í öruggri vissu
að fá að heyra „þessar sömu kröfur um fulltryggjandi inn-
lenda stjórn“ allt þar til þeim verði fullnægt.2) ísafold
var ekki heldur í neinum vafa um það, að þrátt fyrir til-
kynninguna mundu kjósendur láta skýrt í ljós, að þeirra
ósk var sú, að alþingi kvikaði í engu frá frumvarpinu.3)
Fátt birtist í blöðum, sem gaf til kynna, að menn teldu,
aÓ hin endurskoðaða stjórnarskrá mundi leiða til þing-
rseðisstjórnar. Aðeins fylgi Þjóðólfs við frumvarpið er
suðsæilega sprottið af ósk um þingræði. Um áramót kom
nyr eigandi og ritstjóri að blaðinu, Þorleifur Jónsson.
Hann lagði aðaláherzluna á það, að af frumvarpinu mundi
spretta innlend stjórn, kunnug landsháttum, sem gæti haft
samvinnu við alþingi, og þar með yrðu aðalgallarnir á
stjórnskipan fslands úr sögunni.4) Meðan Jón Ólafsson
Var enn ritstjóri blaðsins, lagði það einnig áherzlu á, að
>.alit þjóðarinnar“ mundi öðlast meiri áhrif á stjórnina,
begar hún yrði innlend, og gæti reynzt „ómótstæðilegt".5)
bréfi til blaðsins frá „Friðbirni á Eyri“ er haldið fram
pvi grundvallarsjónarmiði, að ríkisstjórn eigi að vera
áð trausti þjóðarinnar.6) Hvorki bréfritari né blaðið
áta samt í það skína, að hið samþykkta frumvarp muni
eioa til þingræðisstjórnar, og þingræði er hvergi nefnt.
Hins vegar virðist aðalandstæðingur endurskoðunar-
U Suðri 28/8 ’85.
2) Sama 10/12 ’85.
3) ísafold 2/12 ’85.
H t’jóðólfur 1/1 0g 8/1 ’86.
5) Sama 7/11 ’85.
e) Sama 19/9 ’86.
Saga — 16