Saga - 1961, Blaðsíða 92
266
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
fyrir það girt, að frumvarpið yrði afgreitt, og málið komst
aðeins í gegn um fyrstu umræðu í efri deild.
Nefndarálitið miðaði að því að fella frumvarpið. Breyt-
ingarnar, sem gerðar höfðu verið á því, voru ekki til þess
fallnar að greiða fyrir því, að það hlyti samþykki kon-
ungs, segir þar, og var það nægileg ástæða til að vísa frum-
varpinu frá. Um nýja ákvæðið í 33. grein segir meiri hlut-
inn, að það gæti „stöðvað alla lögmæta heimtu og þá einnig
alla lögmæta greiðslu á landsfé og þannig ofurselt land-
stjómina einveldi alþingis".* 1) Meiri hlutinn gagnrýndi
einnig frumvarpið, af því að það vitnaði ekki í „stöðulög-
in“, sem hann staðhæfði, að væru viðurkennd lög af al-
þingi, og ákvæði þess um landsdóminn væru í andstöðu við
ákvæði „stöðulaganna“ um það, að hæstiréttur Dana væri
æðsti dómstóll landsins. Nefndarálit meiri hlutans er ljós-
lega samið af Arnljóti Ólafssyni eða til orðið undir hans
handleiðslu, en þar segir einnig, að frumvarpið rýri for-
réttindi konungs, — „ . . . hluti konungs í æðsta valdinu
verður næsta rýr“.2)
Nefndarálit meiri hlutans hefur m. a. að geyma þung
ámæli um ákvæðin gegn bráðabirgðafjárlögum. Við um-
ræðurnar tók Jón Ólafsson áskorun hinna konungkjömu:
„Hver væri nú afleiðingin, ef þessa grein vantaði í frv.?
Afleiðingin yrði sú, að ef ágreiningur kæmi upp milli
stjórnar og þings, þá væri alþingi ofurselt einveldi kon-
ungs og stjórnar. En ég vil spyrja: Er það æskilegra?“3)
Og hann heldur áfram: „Það hlýtur öllum að verða ljóst,
að ef ágreiningur verður milli þings og stjórnar, þá lilýtur
annarhver þessi málsaðili að hafa meira vald (bera yfir-
höndina); báðir geta þeir ekki haft jafnmikið vald, eða
varpinu frá nefndinni, til þess að hægt væri að halda umræðunum
áfram, strandaði á hinum konungkjörnu og tveimur minnihluta-
mönnunum (Alþt. 1887 C, bls. 427; A, sp. 647 o. áfr.).
1) Alþt. 1887 C, bls. 470.
2) Sama, bls. 467 -’7Ö.
3) Sama A, sp. 800 o. áfr.; leturbreyt. þar.