Saga - 1961, Blaðsíða 159
TRÚ Á HRJÓSTURVÍDD OG ÚTILEGUMENN 333
henni, en þeir voru sammála um allt, sem mestu skipti.
Þótt ýmsum teldist svo til, að bújarðir með heimahögum
sínum mundu aðeins nema 23% landsins (og gróið land
enn minna, meðtaldar afréttir), hélzt þessi trú, fyrst hún
var einu sinni grundvölluð: ísland er nógu stórt fyrir
'Ynargfalt stærri þjóð og að því leyti þarf undirstaða sjálf-
stæðis ekki að glatazt.1)
Byggt land og einkum hið óblásna, sem eftir er af ís-
landi, hefur dregizt dálítið saman á 104 árum, síðan hinn
bjartsýni verkfræðinemi í Kaupmannahöfn var að ýkja
byggðarstærðina í landshagsskýrslum 1858. Hann ver ýkj-
ur sínar með því, að gróðurmiklar heiðar og afdalir muni
halda áfram að byggjast og „þá færist ávallt nær hinu
rétta eftir því, sem byggðin eykst“. Ameríkuferðir hófust
Tett eftir þetta og gerðu Halldór ósannspáan, enda hertu
fjárfellisár að heiðabúum. í grein sinni gerir Halldór
samanburð við stærð Noregs og íbúaþéttleika þar, en sjálf-
stæði það, sem Islendinga dreymdi, höfðu Norðmenn síð-
an 1814. Halldór birtir í þessu sambandi töflu um stærð
°g íbúa flestra Evrópuríkja og segir ekki margt um, en
væntir sýnilega alls annars af löndum sínum en vaxandi
smæðarkenndar við að lesa þann samanburð.
Treyst á þjóðaranda, þótt annað brysti.
Röksamlega og djarft ræðir Arnljótur Ólafsson Um
^nnfjölda á íslandi í sama bindi Landshagsskýrslna.
Hann lýsir ósamþykki sínu við reikningsaðferðir allra
pGlrra, sem hyggja, að vegna takmarkaðra gæða sinna
?®tí ísland aldrei risið undir fleira mannfólki en t. d.
70 þúsundum, eins og þeir varfærnu töldu, eða svo
jo^ réttari stærðartölur samfara vaxandi vaxtartrú í aldar-
jj , }' benda á Lýsing íslands eftir Þorvald Thoroddsen, endur-
bls 9 ^bh. 1900. En í 1. útg. Lýsingar íslands, 1881,
7’ bafði Þorvaldur enn ekki byrjað að lækka mílnatölu Halldórs,
fermílna byggð.