Saga - 1961, Blaðsíða 17
EFTIR ODD DIDRIKSEN
191
hennar, af því að Þjóðfundinum var slitið, eins og kunn-
ugt er, strax eftir að það var lagt fram, og heimildirnar
veita engar upplýsingar um umræður innan nefndarinnar.
Krafan um frestandi synjunarvald var svo almenn, að
varla hefur hjá því farið, að það hafi verið rætt í nefnd-
inni, og þar mun Jón Sigurðsson hafa gert grein fyrir
skoðunum sínum á skipan ríkisvaldsins. Þar eð nefndin
lagði ekki til, að synjunarvald konungs yrði skert á nokk-
urn hátt, getur það bent til þess, að félagar Jóns í nefnd-
inni hafi fallizt á sjónarmið hans og gert það því fremur
sem miðnefnd Þingvallafundanna hafði að nokkru á sömu
forsendum hafnað kröfunni um frestandi synjunarvald.
Þetta eru að mestu ágizkanir einar. Það er engu ólík-
legra, að sú röksemd miðnefndar Þingvallafundanna, að
það væri óraunsætt að einblína á synjunarvaldið, — hafi
haft úrslitaáhrif á stefnu nefndarmanna. 1 prentuðum
heimildum finnst enginn öruggur vitnisburður um það, að
neinn hafi gerzt talsmaður fyrir skoðun Jóns Sigurðssonar
á skiptingu ríkisvaldsins.
Stjórnarskrárbaráttan 1851—’7J.
Það liðu 16 ár, þangað til ríkisstjórnin lagði aftur fram
tillögur í stjórnarskrármálinu. Á þeim árum hélt alþingi
og Þingvallafundir stjórnarskrárkröfunni vakandi með
ávörpum og bænarskrám til konungs. Orðalag þeirra um
afstöðu stjórnar til þings er almennt og óákveðið að öðru
leyti en því, að jafnan er gert ráð fyrir, að ríkisstjórnin
sé ábyrg fyrir alþingi. Árin 1853 og 1857 er gert ráð fyrir
samkvæmt orðanna hljóðan, að stjórnarherrarnir mæti á
alþingi og „haldi þar svörum uppi fyrir hönd stjórnarinn-
ar“.i) Hvorki í nefndarálitum né umræðum er frekar
fjallað um valdaskiptinguna.
Einu sinni gerðist það þó, — á alþingi 1859, þegar Jón
1) Alþt. 1853, bls. 657; sama 1857, bls. 532.