Saga - 1961, Blaðsíða 126
300
HERMANN PÁLSSON
Brandur var enn á lífi. Þess er hvergi getið, að Brandur
hafi kvænzt aftur. Það væri í sjálfu sér alhnerkilegt, ef
Brandur hefur átt afkomendur á 12. og 13. öld, án þess
að getið sé um það nema í svo ungri heimild sem Arons
saga er.
Fræðimenn munu yfirleitt hallast að því, að eitthvað
hafi fallið niður úr ættartölunni frá Brandi til Hjörleifs,
enda getur hún ekki staðizt óbreytt. Það má heita mjög
ósennilegt, að höfundur Arons sögu hafi falsað ættartöl-
una af ásettu ráði, enda rekur hann einungis eina aðra ætt
aftur: frá Sigríði, móður Arons, til Bárðar svarta í Selár-
dal. Sú ættartala er traust, enda hefur höfundur Arons
sögu þekkt hana úr Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar.
Um ættartöluna frá Brandi örva til Hjörleifs horfir svo
við, að velja verður á milli tvenns konar skýringa. I fyrsta
lagi er hugsanlegt, að Brandur hafi eignazt afkomendur
og Hjörleifur hafi átt ætt til hans að rekja, en einn eða
fleiri ættliðir hafi fallið brott í sögunni. Gegn þessari
skýringu vegur þögn annarra heimilda um afkomendur
Brands. í öðru lagi gæti ætt Hjörleifs hafa verið rakin aft-
ur til manna, sem nákomnir voru Brandi örva, án þess að
þar hafi verið um afkomendur að ræða. Hér verður einnig
að gera ráð fyrir því, að fallið hafi niður úr ættartölunni.
1 Landnámu er rakin svofelld ætt frá Vermundi mjóva,
föður Brands:
Vermundur
Þor- Þorfinna~Þorsteinn Kuggason Hallgerður~Gísli Brandur
grímur
örvi
Brandur Þórhaddsson ~ Þóra Brandur
Gizur Hallsson ~ Sæhildur
Rannveig
Steinvör
Guðmundur (d. 1151)
prestur í
Hjarðarholti
Magnús prestur í
Hjarðarholti