Saga - 1961, Blaðsíða 157
TRÚ Á HRJÓSTURVÍDD OG ÚTILEGUMENN 331
Árnasonar, sem birtust í Þjóðsögum hans. Fyrsta bd. þjóð-
sagnanna kom út 1862, rétt á eftir Útilegumönnum Matt-
híasar, sem bjó í sama húsi og Jón og lét Skugga-Svein
boða ýmislegt, sem skáld gat dregið út úr munnmælunum.
tJtgáfu þessara þjóðsagna lauk með 6. bindi þeirra í
haust, sem leið. Stórvirki Jóns hefur ekki hjaðnað, þótt
hluti af því yrði að þola svo langa bið eftir útgáfu. Þær
sögur kalla ég ekki til vitnis um sjálfa atburðina, sem eru
ærið vafasamir, heldur um hugarstefnu mannsaldursins,
þegar þeim var safnað, en mesta ætlunarverk þeirrar
hugarstefnu var endurreisn hniginnar menningar og stæl-
ing þjóðar til bjartsýni og djarfræða, unz hún væri fær
um fullveldi í öllum málum á ný. Og yzt í fjarska hillti
upp fordæmi ódælla manna, sem flýðu Hara'ld hárfagra
hingað í óbyggð.
Áður en kynleg uppreisnarstarfsemi útilegumanna í
sögum sé rakin framar, verða lesendur að kynnast dálítið
öðru íslandi en nútíðarkortin sýna, hálendi þar sem úti-
legumenn skorti enn ekki landnámsrúm. Nú orðið vitum
við, að varla er nokkur nafngreindur útilegumannastaður
lengra en 50 km frá næstu byggð og torleiði þangað ekki
sérlegt. Fyrir utan nokkra staði nálæga byggð má telja
það reglu, að útilegumannabælin liggi 550—700 m yfir sjó
°g nærri efstu gróðurmörkum. Hærra og innar í landi
væru þau hér um bil óhugsanleg, en að vísu eru draumar
Um blómskrýdda og skógótta jarðhitadali í jöklum góð og
skáldleg undantekning. Margur, sem smærra missti en
slíkt gósen, hefur átt erfitt að skilja, að það hafi verið
í^iyndað búskaparland.
Löngun eftir jarðnæði, þegar fólki var að fjölga, rak
eftir sr. Bimi í Sauðlauksdal, þegar hann samdi Atla 1778
e& ræddi um nýrækt og endurreisn býla. Þrátt fyrir ógn
allæra 1783—86 og á fyrstu tugum 19. aldar var talsvert
stundað landnám á heiðum norðan lands og austan um
öxiðbik aldarinnar. Við hlið frelsisvonunum varð það
rennandi spuming, hve margt fólk þetta land gæti raun-