Saga - 1961, Blaðsíða 167
TRÚ Á HRJÓSTURVÍDD OG ÚTILEGUMENN 341
Dreymt um endumýjun mannfélags?
Hvaða uppbót fyrir áþján sína og fjörefnaskort gat
landslýður íslenzka einveldistímans veitt sér með því að
semja langar útilegumannasögur og trúa, að byggðir
þeirra væru til? Hverja eiginleika sína hressti alþýða við
ttieð því? Nutu þúsund ára ástríður frá landnámsmönn-
um sín þar? Var ekki ungur skilningur á eðli lands að
vakna þar?
Þessu má svara í öfugri röð við spurnirnar. Ég veit um
hálendisást og víddarskynjun heiðakarlanna, sem ég
nefndi, að hún var mjög náinn undanfari kennda, sem geta
vaknað þar efra í vetrarferð og sumardvöl með unglingum
fæddum í kaupstöðum síðan um 1940. Hin miklu stakka-
skipti í bústaðavali manna og atvinnu hafa enn ekki breytt
Islendingum meir en þetta.
Landnámsástríða, sem nær til vilja og vits eigi síður
en kennda, hefur víst alltaf búið í niðjablóði þeirra, sem
»lögðu knerrinum lengst í vestur" og settust hér að eftir
^iikla leit og landabaráttu víkingaaldar. Víðáttuþráin gat
dofnað í bili, en orðið ólm á ný. Eftir að tröll höfðu tekið
allar draumvonir um Vínland og byrgt sýn til Grænlands,
yarð að hugsa sér smánýlendur, sem útilegumönnum tæk-
lst að bjargast á, nærri jöklum. 1 þeim nýlendum skyldi
Vera „höggfrjálst og olnbogarými“ sem á söguöld og allur
vaskleikur manna í samræmi við það og raunar heiðin
erimmd með. Alþýðu langaði til að hressa við í sér skap
það og íþróttir, sem fornsögur létu einkenna Islendinga,
en lög 0g siðir torvelduðu nú að ýmsu leyti, og þá var eigi
nni annað að gera en skapa til þess hulda sakamanna-
y&gð utan laga og dóma. Sýslumaður og klerkur í lit-
æðum fornum, en í ekki lúterskri hempu skyldu þar
Vera’ syo að þjóðfélag nýlendunnar liti eðlilega út og væri
1 samt, en Stóridómur og dönsk lög gátu ekki hugsazt
Þar.