Saga - 1961, Blaðsíða 18
192
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
Sigurðsson er formaður nefndarinnar, — að- vikið er að
valdaskiptingunni milli þings og stjórnar í nefndaráliti.
En nefndin lætur sér nægja að minnast á vandamálið,
„hvort atkvæði alþingis, eða meira hluta þess, ætti að hafa
fulla þýðingu í landstjórninni, eða landstjórnarmenn kæmi
að eins fram [á þingi], til þess að gefa skýrslur, en væri
ekki undirlagðir ályktunum þingsins í ströngum skiln-
ingi“. Nefndin áleit það ekki innan síns verkahrings að
svara spurningunni, en benti á, að „það mundi gjöra hinn
mesta mismun á fyrirkomulagi landstjórnarinnar, og allri
hennar framkvæmd, hver stefna tekin væri í þessum grein-
um".1) Vandamálið var ekki heldur tekið til meðferðar
við umræður á þinginu.
Jón Sigurðsson tók málið ekki upp að nýju sjálfur fyrr
en 1863, en þá í langri ritgerð í Nýjum félagsritum. Hér
kemur hann aftur fram með hugmyndir sínar um vísikon-
ung, jarl eða landstjóra, en þær setti hann fyrst fram seint
á 5. tug aldarinnar. Jarlinn eða landstjórinn átti að vera
staðgengill konungs, ekki dönsku stjórnarinnar, og ríkis-
stjóri á Islandi og annast þau réttindi, sem konungi væru
áskilin samkvæmt stjórnarskrá Islands.2) Fyrir Jóni Sig-
urðssyni vakti persónusamband Islands og Danmerkur, en
sameiginlegur konungur beggja landanna átti að fela vísi-
konungi eða jarli völd sín í öllum íslenzkum málum.
Skoðun Jóns Sigurðssonar á valdahlutföllunum milli
þings og stjórnar er óbreytt frá 5. tug aldarinnar. Um-
mælin um það, að jarlinn ætti að velja ráðgjafa sína „sam-
kvæmt því sem alþing ætlaðist til, eða af þeim sem hefði
traust alþingis“, gefa jafnvel til kynna, að hann hafi
e. t. v. ætlazt til, að alþingi hefði bein áhrif á stjórnar-
myndanir; að það gæti ekki einungis steypt stjórn, sem
nyti ekki lengur trausts þess, heldur væri stjórnarmyndun
1) Alþt. 1859, bls. 1278 o. áfr.
2) Ný félagsrit 1863, bls. 1—73, sjá einkum bls. 28 o. áfr., 30, 31
o. áfr.