Saga - 1961, Blaðsíða 71
EFTIR ODD DIDRIKSEN
245
son með sér í fallinu, og kjörnir voru þeir Benedikt Sveins-
son og Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, en báðir höfðu þeir
vikið úr kjördæmum sínum, þar sem þeir áttu öruggu fylgi
að fagna, til þess að hindra kosningu aðalandstæðings
endurskoðunarinnar. Arnljótur Ólafsson kom hins vegar
til þings 1886 sem konungkjörinn þingmaður. Af 80 þjóð-
kjörnum þingmönnum voru 15 nýir og töldust allir nema
Grímur Thomsen vera öruggir stuðningsmenn endurskoð-
unarinnar.1) Það hafði augsýnilega tekizt að gera endur-
skoðunina að þjóðarkröfu.
Áður en þing kom saman, héldu 20 þjóðkjörnir þing-
nienn fund með sér og urðu ásáttir um að samþykkja
frumvarpið óbreytt.2) Umræðurnar urðu skammar í neðri
deild. Nefnd, sem fjallaði um málið, varð sammála um að
^ggja til að frumvarpið yrði samþykkt án breytinga.3)
Auk landshöfðingja var það einungis Grímur Thomsen,
sem hóf baráttu gegn frumvarpinu. Hann bar fram f jölda
breytingatillagna, m. a. fjallaði ein um, að ráðherrarnir
®ttu ekki að fá eftirlaun.4) Hann rökstuddi þetta með því,
aS hann hefði orðið sannfærður um, einkum eftir að hafa
lesið framkomið frumvarp um ábyrgðarlög, að af stjórnar-
skrárbreytingunni mundi leiða tíð ráðherraskipti, og hann
benti á Frakkland sem víti til varnaðar, en þar lifðu yfir
100 fyrrverandi ráðherrar á eftirlaunum.5) Hann óttaðist
rneð öðrum orðum um það, að hin endurskoðaða stjórnar-
skrá mundi leiða af sér franskt þingræði. Hann gat þess
Vlð umræðurnar, að hann vildi, að landstjórinn hefði ein-
ungis frestandi synjunarvald, en lagði ekki fram neina
tillögu um það efni.6)
1) Suðri 20/7 ’86; Fréttir frá íslandi 1886, bls. 4; sbr. B. Þórðar-
Son> bls. 39 o. áfr.
2) Pjallkonan 16/8 ’86.
3) Alþt. 1886 C, bls. 18 o. áfr.
4) Sama, bls. 33 o. áfr.
5) Sama B, sp. 207.
6) Sama, sp. 120 o. áfr.