Saga - 1961, Blaðsíða 91
EFTIR ODD DIDRIKSEN
265
að hún [þ. e. samvinna stjórnar og þings] er einmitt aðal-
kjarninn, aðalgrundvöllurinn, aðalhugsjónin í allri sannri
„konstitutionel" stjórn og stjórnarskipun?“ 4) Ekki er
hægt að leggja ótvírætt fylgi við þingræði í þessi orð,
sem, að því er það snertir, gætu alveg eins vel verið sögð
af forvígismanni grundvallarreglunnar um valdaskipt-
inguna.
Við atkvæðagreiðslu um frumvarpið í heild í neðri deild
var það samþykkt með 14 atkvæðum gegn 7 og sent til
efri deildar.2) Þar voru tveir þjóðkjörnir menn 1 minni
hluta hópnum,3) og ákváðu þeir örlög stjórnarskrármáls-
ins á alþingi 1887. Eftir þrjár umferðir lauk forsetakjöri
i deildinni með hlutkesti, og það féll í skaut Árna Thor-
steinsonar, konungkjörins þingmanns, að skipa forseta-
sæti án atkvæðisréttar.4) Hinir þjóðkjörnu höfðu því
ttieiri hluta atkvæða. Fimm manna nefnd fékk málið til
íneðferðar, en með hjálp tveggja minnihlutamannanna
hjóðkjörnu tókst þeim konungkjörnu að skipa hana þrem-
Ur mönnum úr sínum hópi.5) Jakob Guðmundsson og Sig-
hvatur Árnason, þeir þjóðkjörnu, skiluðu þegar áliti sínu.
^eir töldu í stuttu máli, að breytingarnar á frumvarpinu
væru einungis til bóta og ætti að samþykkja það óbreytt.6)
En meiri hlutinn: Arnljótur Ólafsson, Júlíus Havsteen
°& Jón A. Hjaltalín, — dró málið á langinn allt til 22. ágúst,
en þá voru aðeins þrír dagar til þinglausna.7) Þar með var
ó Alþt. 1887 B, sp. 600.
2) Sama, sp. 654. Nokkur skoðanaskipti höfðu orðið í deildinni.
, arus Halldórsson greiddi atkvæði gegn frumvarpinu, þótt hann
1 fylgt lögfestingu þess í nefndinni, en Ólafur Briem, sem upp-
ga ega bafði verið í hópi minni hlutans, gekk í flokk meiri hlutans
Wnma á þessu þingi og greiddi frumvarpinu atkvæði sitt.
^Friðrik Stefánsson og Skúli Þorvarðarson; sjá B. Þórðarson,
Alþt. 1887 A, sp. 9.
°) Sama, sp. 334.
®) Sama C, bls. 410.
) Sbr. B. Þórðarson, bls. 46 o. áfr. Tilraun til þess að ná frum-