Saga - 1961, Blaðsíða 68
242
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
innar á alþingi 1885, séra Arnljótur Ólafsson, hafa álitið,
að af frumvarpinu sprytti eitthvað í ætt við þingræðis-
stjórn, þegar hann segir í grein í Fróða: „En þó tel ég enn
óvíst, hvort aðrir sé . . . skoðun minni andstæðir í raun
réttri, þ. e. þá er þeir fengið hafa þekking á málinu, held-
ur en þeir einir, er telja sjálfum sér og öðrum trú um, að
frjálslyndi og föðurlandsást sé mestmegnis í því fólgin að
hrifsa valdið og réttindin frá stjórnendunum í hendur
þegnunum, en þó eiginlega í sjálfs síns hendur . . .“.1) Hér
á hann auðvitað við enga aðra en forvígismenn frum-
varpsins, sem alþingi hafði samþykkt. Arnljótur Ólafsson
var ekki öldungis samkvæmur eigin áliti á endurskoðun-
inni, því að í annarri grein í sama blaði hélt hann því
fram, að frumvarpið gæfi enga tryggingu fyrir því, að
neðri deild yrði ekki „fullkomin undirlægja stjórnarinnar
og efri deildar".2)
Fróði er eina blaðið, sem um þessar mundir er hægt að
telja málgagn andstæðinga stjórnarskrárendurskoðunar-
innar, sérstaklega eftir að Þorsteinn Arnljótsson varð rit-
stjóri þess, en það gerðist í marz 1886.3) Tryggvi Gunn-
arsson skrifaði einnig langa grein í blaðið gegn stjórnar-
skrárfrumvarpinu og hélt því fram, að íslendingum væri
nauðsynlegra að koma sér saman um stefnu í efnahags-
málum en að hefja baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá.4)
Grímur Thomsen, sem sökum stöðu sinnar sem forseti
neðri deildar hafði hvorki tekið þátt í umræðum né at-
kvæðagreiðslum á alþingi 1885, gagnrýndi frumvarpið
rækilega í grein í ísafold. Hann fann því einkum til for-
áttu, að konungi var falið að ákveða vald landstjórans og
þess vegna lægi framtíð mikilvægustu mála íslendinga
innan griplengdar dönsku stjórnarinnar. Jafnframt sagð-
ist hann vilja, að hin innlenda stjórn yrði „sem þingbundn-
1) Fróði 25/1 ’86.
2) Sama 15/3 ’86.
3) Sbr. M. Jónsson, bls. 162 o. áfr.
4) Fróði 15/6 ’86.