Saga


Saga - 1961, Page 32

Saga - 1961, Page 32
206 UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI Að baki Fróða stóð um þessar mundir frændi ritstjór- ans, bóndinn Einar Ásmundsson í Nesi, en hann hafði átt hlutdeild að því að semja ávarp neðri deildar til konungs árið 1875. Árið 1879 skrifar hann ritgerð í Andvara, en þar kemur ekki fram nein vísbending til þeirrar skoðunar, sem virðist birtast í ávarpinu frá 1875, en þar er því gefið undir fótinn, að alþingi gæti steypt stjórn. Hann krafðist þess af einbeitni, að allir alþingismenn væru þjóðkjörnir og alþingi kæmi árlega saman til funda. Samt sem áður virðist það ekki hafa vakað fyrir honum að tryggja alþingi gagngerð áhrif á stjórnina. Seta hins ábyrga ráðherra á þingi var nauðsynleg til þess að koma á betri samskiptum milli stjórnarvaldanna og löggjafarstarfið nýttist betur. Alþingi þyrfti þá ekki að vaða lengur í villu og svíma um það, hvaða afstöðu ráðherrann hefði til ýmissa mála, sem tekin voru til meðferða. Einnig mundi hann kynnast bet- ur skoðunum þjóðfulltrúanna. Samkvæmt skoðun Einars Ásmundssonar áttu báðir aðilar að löggjafarvaldinu, kon- ungsvaldið og þingið, að hafa jafnan rétt til þess að neita að samþykkja lagafrumvörp. Hann virðist ekki hafa séð neina nauðsyn þess að koma á málamiðlun milli þessara valdhafa.1) 1 tíu ár, frá 1874 til 1884, birtist mjög fátt, sem er eftir- tektarvert frá okkar sjónarmiði, um stjórnskipunarmál í íslenzkum blöðum. Árið 1875 birti Norðanfari grein um stjórnarskrána, og þar segir, — eins og greinin væri beint áframhald af nafnlausa greinaflokknum frá 1871, — að aldrei verði um neitt samstarf að ræða milli þings og ráð- herra, meðan hann situr „blýfastur" í Kaupmannahöfn. Af því stafar sú hætta, segir þar enn fremur, „að þetta fyrirkomulag spilli þeirri einingu, sem þarf að vera milli þings og stjórnar, ef vel á að fara, og að ráðgjafinn nái eigi því trausti þings og þjóðar, sem honum er svo einkar 1) Andvari 1879, bls. 1 — 19, sérstaklega bls. 3 o. áfr., 6 o. áfr-> 8, 9 o. áfr., 11—15, 17 og 18.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.