Íslenzk tunga - 01.01.1963, Síða 12
10
BALDUR JONSSON
vatni (áður Ölfusvatni) að sunnan (og suðvestan), Soginu að vestan
og framhaldi þess, Ölfusá, allt til sjávar, hefir verið í Ölfusi.
Þetta verður auðvitað að hafa í huga, og það skiptir nokkru máli.
En hinu má ekki gleyma, að Grafningur og Ölfus eru frá náttúrunnar
hendi aðgreindar sveitir, og megin byggðarinnar er og hefir ávallt
verið í Ölfusi. Nafnið Olfus hlýtur |»ví að hafa verið miklu oftar not-
að í sambandi við bæi og búendur í neðri byggðinni og þannig verið
fastara tengt henni, þegar áður en efri byggðin fékk nafnið Grafn-
ingur. Og þetta hefir einmitt stuðlað að þeirri nafngift. Samkvæmt
skýringu Ólafs Lárussonar, sem er áreiðanlega rétt, hefir efri byggð-
in fengið nafn sitt af grafningi þeiin eða skarði, sem nú heitir Grafn-
ingsháls, milli Bjarnarfells og Ingólfsfjalls, en um þennan grafning
var alfaraleið á milli byggðarlaganna. Nafnið Grafningur gefur
ranga hugmynd um landslag þeirrar sveitar, eins og Ólafur Lárus-
son tekur fram. Landslagsins vegna hefði því Grafnings-nnfjú'S eins
getað flutzt á neðri byggðina, en á því var engin hætta. Sú byggð hét
Olfus, skýrt afmörkuð á alla vegu, miklu mannfleiri og áhrifameiri
en hin. Nafngiftin Grafningur er því runnin frá Ólfusingum. Þeir
hafa talað um að fara „upp um Grafning“ eða „upp í Grafning“, og
síðan hefir nafnið flutzt á byggðina fyrir ofan, sem þeir fundu, að
var í rauninni annað byggðarlag en sveitin þeirra sunnan fjalla,
Ölfusið.8
Aður en lengra er haldið, þykir rétt að fara einnig nokkrum orð-
um um nöfnin Olfusá — Sog og Ölfusvatn — Þingvallavatn.
Því hefir oft verið haldið fram, að vatnsfallið Sog -f- Ölfusá hafi
áður fyrr heitið einu nafni, því sem nú hefir fengið myndina Ölfusá.iJ
8 Sbr. lýsingu Kálunds: „Nord for Olves, langs Sog og Thingvolds0ens syd-
vestlige bred, ligger den sákaldte Gravning (Grafníngr), et afsides og lidet
bes0gt bygdelag, hvis beboere báde i deres personlige optræden og huslige
indretning viser sig kun lidet pávirkede af omverdenen. Fra Ölves adskilles
Gravningen ved Ingolvsfell og fjældstr^gene, der forbinder dette fjæld med
Hengilen og dertil h0rende fjældheder“ iBidrag, I, 85).
0 Brynjúlfur Jónsson, „Ölfus = Álfós?“ 164—165 og 171—-172; Finnur Jóns-
son, „Bæjanöfn á íslandi", Safn til sögu íslands, IV (Kaupmannahöfn og
Reykjavík 1907—1915), 506; Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess, II (Reykja-