Íslenzk tunga - 01.01.1963, Qupperneq 14
12
BALDUR JONSSON
Ölfusvatns, sem fær enda nafnið Þingvallavaln. Auðvitað getur eins
vel verið, að vatnið hafi skipt um nafn fyrst, en Grafningur og Sog
komið á eftir. Röðin skiptir í rauninni ekki máli fyrir skýringu Olf-
uss-nafnsins.
Örnefnin Grajningur, Sog (sem árheiti) og Þingvallavatn eru
varla mjög misaldra, en Grafningur er hið eina þeirra, sem unnt er
að tímasetja nokkuð nákvæmlega, þ. e. frá h. u. b. 1500. Elzta dæmi,
sem ég hefi rekizt á, um Þingvalla(r)vatn er úr Biskupa-annálum
Jóns Egilssonar, sem skráðir eru 1605: „þá riðu þeir úr Grafníngin-
um upp eptir Þíngvallarvatni til saungs og tíða/'13 Á íslandsupp-
drætti Þórðar biskups Þorlákssonar 1668 eru nöfnin IHngvallavatn
(Thingualla watn), Grafningur (Grafnvigur), Olfusá (Olvesa) og
Ölfus (Olves ).1 4 Á uppdrætti hans 1670 eru sömu nöfn, nema Ölfus
vantar, en þar er að auki nafnið Sog milli Ulfljótsvatns og Álfta-
vatns, svo að ljóst er, að það er árheiti.1 5 Er þetta elzta heimild, sem
ég hefi um það.
Með nánari rannsókn mætti eflaust komast nær aldri nafnanna Sog
og Þingvallavatn, en eins og málið horfir við nú, virðast þau vera
frá 15. eða 16. öld.
II
Líklegt er, að menn hafi snemma tekið að skapa sér hugmyndir
um uppruna og frummerkingu nafnsins Ölfus. Elzta áþreifanlegt
dæmi þess, sem ég þekki, er frá hyrjun 16. aldar. í bréfi frá 1509,
sem til er í frumriti, kemur fyrir rithátturinn auluersaa.16 Ljóst er,
að orðið er sett í samband við mannsnafnið Ölver, og verður slíkl
allalgengt í bréfum og skjölum eftir þetta.
Vafalaust er það þó enn eldra að skilja Ölfus sem eignarfall af
,3Sa/n til sögu lslands, I (Kaupmannahöfn 1855), 101.
14 Sjá Ilalldór Hermannsson, Two Cartographers (Islandica, XVII; Itliaca
1926), 26—27.
15 Sama rit, 28—29.
16 Dipl. Ist., VIII (Reykjavík 1906—1913), 277.