Íslenzk tunga - 01.01.1963, Síða 25
ÖLFUS 23
hlutinn). Orðið kemur aðeins einu sinni fyrir, stendur í þgf. og er
skrifað avlfose.52 Handrilið er frá fyrra hluta 13. aldar.53
Larsson hefir gert mjög glögga grein fyrir stafsetningu þessa
handrits í útgáfu sinni. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að skrifari
handritsins hefði ekki gert greinarmun á p og 0. Þessi hljóð hefðu
því verið runnin saman, er það var ritað.54 Finnur Jónsson taldi
þessa niðurstöðu „fuldstændig rigtig“.55 Onnur sjónarmið hafa þó
komið fram. Einkum hefir Sveinn Bergsveinsson reynt að færa rök
fyrir því, að „p og 0 hafi ekki verið runnin saman í eitt hljóð: ö“,
er 645 var skrifað.56 En röksemdafærsla hans þykir mér ekki sann-
færandi. Nýjustu rannsóknir virðast líka styðja ályktun Larssons.
Samkvæmt þeim féllu fónemin /9/ og /0/ saman í kringum 1200.5 7
Að því er uppruna ö-hljóðsins varðar, er því ekkert að treysta á
handrit, sem yngri eru en þessi breyting. Meðal þeirra tel ég AM 645
4to.
52 Islandska handskrijten n« 645 4° i den Arnamagnœanska samlingen ...
utg. af Ludvig Larsson. I. Handskriftens aldre del (Lund 1885), 17:14.
63 AS tali Konráðs Gíslasonar er það ritað „snemrna á 13. öld“ (Um jrum-
parta íslenzkrar túngu í fornöld (Kaupmannahiifn 1846), lxii). í Biskupa sög-
um, I (Kaupmannahöfn 1858), 333 nm., er það talið ritað um 1200. Larsson
gizkaði á 1225—1250 í útgáfu sinni (Islandska handskriften ..., lxxxvi), og seg-
ir Finnur Jónsson, að það sé a. m. k. ekki yngra (Finnur Jónsson, „Overgangen
p — ö (0) i islandsk“, Arkiv för nordisk filologi, XXXV (1919), 317). Tíma-
setning K&lunds er „13. árhs lste halvdel" (Katalog over Den arnamagnœanske
hándskriftsamling, II (Kþbenhavn 1894), 51).
54 Larsson segir m. a.: „U-omljudet af kort a, som i aldre isl. handskrifter
skrifves ao 1= a + ol, g eller o, men aldrig 0, tecknas i denna hds. blott pa ett
jamförelsevis ringa antal stallen med sina gamla tecken 9 (142 ggr) och o (191
ggr), utan skrifves för det inesta 0 (537 ggr) och stundom av 1= a + vl (66
ggr) eller av (7 ggr)“ (Islandska handskriften ..., lii—liii).
55 „Overgangen ...“, 317.
58 Sveinn Bergsveinsson, „Þróun ö-hljóða í íslenzku“, Studia islandica; ís-
lenzk frœSi, XIV (Reykjavík 1955), 30.
57 „This change took place at the end of the twelfth century or in the be-
ginning of the thirteenth, probably at somewhat different times in the different
varieties of Icelandic" (Hreinn Benediktsson, „The Vowel System of Icelandic:
A Survey of its History", Word, XV (1959), 295).