Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 28
26 BALDUR JÓNSSON
handritum frá 14. öld fram til 17. aldar virðist mér oftast skrifað au,
en o er einnig algengt, ýmist ómerkt eða með merkjum, þverstriki
eða lykkju yfir eða undir, o. fl. Eftir að sú hefð hefir einu sinni kom-
izt á að skrifa au eða o í þessu orði, er henni gjarnan haldið áfram.
Spurningin er, hvort sú hefð nær aftur til þess tíma, er /9/ og /0/
„gerðu sitt mál“, voru mismunandi fónem. Virðast meiri líkur til, að
svo sé, en þá er jafnframt sennilegra, að ö sé < p < a. En þegar haft
er í huga, að ekkert dæmi er til um rithátt orðsins, sem örugglega
má teljast eldra en samruni fónemanna /9/ og /0/, er fulldjarft að
halda því til streitu, að ö sé < o, nema önnur rök komi til. Er því
rétt að halda báðum leiðum opnum, þ. e. ö < o eða < 0.
Ef reynt er nú að rekja feril orðmyndanna *Olfus og *0lfus aftur
á hak með hliðsjón af þeirri hljóðþróun málsins, sem kunn er, ætti
að vera kleift að endurgera þá mynd, sem nafnið hefir haft á land-
námsöld eða í kringum 900.
Fyrri skýrendur hafa gert ráð fyrir því, að Ölfus væri samsett orð
eða forskeytt. Annað virðist líka óhugsandi, úr því að -us (-os) er
hvorki til sem viðskeyti né beygingarending í íslenzku. Einnig virð-
ist mér óhugsandi, að Ölfus geti verið forskeytt orð. Ef inyndin *0lf-
us er valin, kemur ekkert forskeyti til greina og að öðrum kosti ein-
ungis al-. Þess eru dæmi, að a hafi tekið it-hljóðvarpi í þessu for-
skeyti: oluð : alúð (< *alhugð I, ol(h)ugi : alhugi, plhugaðr, plhug-
lega, oluðarvinr : alúðarvinr; Alvaldr : Olvaldr, Alvaldi : QlvaldiJ0
Ljóst er, að þetta dæmasafn er nokkuð einhliða, en fleiri örugg dæini
þekki ég ekki. Hljóðvarpsvaldurinn stendur í þessuin orðum fremst
í síðara lið, stundum vegna þess að undanfarandi /1 hefir fallið brott.
Stundum hefir h getað haldizt. Þessi skilyrði eru ekki fyrir hendi í
*Ql-fus. Þá má benda á, að af algengustu orðunum eru tvímyndir, en
óhljóðverpta myndin er miklu algengari og liefir ein haldið velli
fram á þennan dag, a. m. k. í samnöfnunum. Ef gerl er ráð fyrir því
samt, að ol- í *Oljus sé < al-, strandar skýringin á síðara liðnum,
70 Um Al-, Ql- í mannanöfnum sjá Assar Janzén, „De fornvástnordiska per-
sonnamnen", Personnamn (Nordisk Kultur, VII; Stockholm, Oslo, K^benhavn
1947), 63—64.