Íslenzk tunga - 01.01.1963, Page 29
ÖLFUS
27
sem ekki er unnt að tengja við neitt þekkt orð, svo að vit sé í. Loks
bætist við sú röksemd, sem rædd verður hér á eftir, að litlar líkur
eru til þess, að / hafi fylgt síðara hluta orðsins.
Má þá fullyrða, að nafnið Ölfus er hvorki ósamsett né forskeytt.
Það hlýtur að vera samsett úr tveimur orðum.
Er þá næst að gera sér grein fyrir því, hvort / hefir upphaflega
fylgt fyrra eða síðara lið orðsins. Annaðhvort hefir það staðið síð-
ast í fyrra lið eða fremst í síðara lið. Hvort tveggja mun geta stað-
izt, en líkurnar fyrir því, að / hafi fylgt fyrra liðnum, eru miklu
meiri. / hefir bæði að fornu og nýju táknað óraddað önghljóð í upp-
hafi orðs og síðara hluta samsetts orðs.71 Hins vegar raddaðist /
snemma á eftir sérhljóði, l og r (ef s, t eða þ fór ekki næst á eftir).
t. d. í hefja, þarf, ulfr. Telur Noreen, að þessi breyting hafi gerzt
undir lok víkingaaldar. Þetta raddaða önghljóð hefir verið tvívara-
mælt ([P]).72 Ritháttur nafnsins Ölfus sýnir, að þar hefir / snemma
verið raddað ([þ]) eins og í ósamsettum orðum á eftir l, t. d. Aulbus
(Sturlubók), olbus (Flateyjarbók), Olbusi (Perg. 4to nr. 18), sbr.
einnig aulbýsinga (Möðruvallabók),7!i
Niðurlag orðsins er fyrst framan af skrifað með tákni fyrir
kringt sérhljóð, -os, -us, -vs, en þetta tekur að breytast um 1400,
og á 16. og 17. öld mun oftast ritað -es eða -is. Elztu dæmi, sem ég
befi um þessa breytingu, eru frá því um 1400. í Vatnshyrnu, ÁM
564a 4to, kemur tvívegis fyrir auluis {uatn, uatz), 74 og í Bergsbók,
Perg. fol. nr. 1, er einu sinni ritað avlfis (aa) ,7B Þessi ritháttarbreyt-
mg bendir til þess, að hið áherzlulausa sérhljóð sé farið að afkringj-
ast í kringum 1400, en spurningin er, hvað því hefir valdið.76 Ég
71 Noreen, Altisl. Gr.4, 40.
72Sama rit, 179.
73 Sbr. Ásgeir Bl. Magnússon, „Um framburðinn rd, gd, fd“, Lingua Islandica
■— íslenzk tunga, I (1959), 18.
74 Sture Hast, HarSar saga, I. Inledning. Text (K^benhavn 1960), 119—120.
76 Óláfs saga Tryggvasonar en mesta, udgivet af Ólafur Halldórsson. I (Edi-
tiones Arnamagnæanæ, Series A, Vol. I; Hafniæ 1958), 264 nm.
76 í ritgerð sinni um handritið ÁM 556a 4to (frá síðara hluta 15. aidar) nefn-
Ir Sture Hast mismunandi rithætti nafnsins Qljusvatn og segir síðan: „Möjligen