Íslenzk tunga - 01.01.1963, Side 36
34
BALDUR JONSSON
en engin dæmi eru sýnd, heldur látið nægja að vitna til ísl. óss m.os
Þessi kynákvörðun er vafalaust röng og styðst ekki við annað en
samanburðinn við íslenzkuna. Orðabók Södervvalls staðfestir það.94
Þar er os talið hvorugkyns og tilgreind dæmi því til sönnunar (t. d.
öruggt dæmi frá 1402). Sama er að segja um samsetta orðið fiskeos
‘ámynning hvari fiske idkas’ (dæmi frá 1402) og grafos ‘mynning
af en graf el. kanal’ (dæmi frá 1284). Enn fremur er qvarnos ‘ámyn-
ning hvarest qvarn ár anlagd’ talið hk., en dæmið sker ekki úr um
kynið. Hins vegar er lagha os ‘laglig strömfára, viss del af en ströms
lopp hvilken enligt lag ej fár stángas, kungsádra’ talið karlkyns, þótt
dæmin skeri ekki heldur úr um kynið hér. Loks er aros talið karl-
kyns, en í leiðréttingum er því breytt í hk. og spurningarmerki sett
við. í viðbæti við orðabók Södenvalls stendur svo við os: „m.? och
n.“05 Lengi býr að fyrstu gerð. Fyrir því er engin heimild, að os
hafi verið kk. í fornsænsku. Hins vegar eru til nokkur dæmi, sem
sýna, að það hefir verið hk. Er því ekkert álitamál, að gera verður
ráð fyrir því einu, enda hníga og önnur rök að því, að svo hafi ein-
göngu verið.
í orðasafni Dahlgrens er os talið hk., og er það staðfest með
dæmi.06 í orðabókum Sahlstedts (1773), 97 Westes (1807),08 og
Dalins (1853)00 er os eingöngu talið hvorugkyns. Dæmi eru ekki
sýnd, nema hvað Dalin getur um örnefnið Oset i Hjálmaren við Öre-
03 D. C. J. Schlyter, Glossarium ad Corpus luris Sueo-Gotorum antiqui (Lund
1877), 487 og 35.
04 K. F. Söderwall, Ordbok öjver svenska medeltids-spráket, I—II (Lund
1884—1918).
9r> K. F. Söderwall, Ordbok över svenska medeltids-spráket. Supplement. Av
Karl Gustav Ljunggren. 18. hefti (Lund 1953), 592.
06 F. A. Dahlgren, Glossarium öjver jöráldrade eller ovanliga ord och talesatt
i svenska spráket frán och med 1500-talets andra ártionde (Lund 1914—16),
625.
07 Abraham Sahlstedt, Svensk Ordbok Med Latinsk Uttolkning (Stockholm
1773), 398.
08 Weste, Parallele des langues jranqoise & suédoise; ou dictionnaire jran-
qois & suédois, IV (Stockholm 1807), 187.
80 A. F. Dalin, Ordbok öjver svenska spráket, II (Stockholm 1853), 194—195.