Íslenzk tunga - 01.01.1963, Side 42
40
BALDUR JONSSON
Að fornu virðist orðið eljr aðeins notað um meiriháttar vatns-
föll.117 Svo segir í upphafi Bærings sögu: „ÞRiar ero ar þær, er hver
heitir Elfr: .i. er Gavtelfr, .ij. Romelfr, .iij. Saxelfr.“118 Því má bæta
við, að Elfr er einu sinni í Ynglinga sögu notað sem árheiti, og er
þar átt við Klarelfi á Vermalandi í Svíþjóð. í skjali einu um landa-
mæri Noregs og Svíþjóðar, sem talið er frumritað 1273 (eða 1268?),
er Eljr einnig notað einu sinni sem árheiti um Eystri-Dalelfi í Döl-
um í Svíþjóð. í sama skjali kemur fyrir nafnið Æljuar os, þ. e. nú
Alvros í Herdal (Hárjedalen).110 En langoftast er Eljr notað um
Gautelfi, enda kemur engin „elfr“ eins oft við sögur og hún. Ýmis-
legt bendir til þess, að hún sé fyrsta á á Norðurlöndum, sem fær það
heiti, og þaðan hafi eZ/ar-nafnið breiðzt út, fyrst til stórfljóta, síðan
til minniháttar vatnsfalla í Svíþjóð og síðar í Noregi. En orðið á
hefir verið hið venjulega nafn áður, eins og Lars Hellberg hefir leitt
rök að.120
Orðið eljr kemur fyrir sem forliður í ýmsum samsettum orðum í
fornmáli.121 Eru flest þeirra að mestu leyti eða eingöngu tengd
Gautelfi: eljarbyggjar, eljargrímar, elfarkvísl, elfarsker, Eljarsýsla,
sbr. enn fremur lýsingarorðið eljskr og Elfarvísur Einars Skúla-
sonar.
Af öllu þessu má álykta, að orðin elfr og ðs n. liafi í fornöld farið
117Rygh, Norske Gaardnavne. Forord og Indledning, 41; Lars Ilellberg, „In-
byggarnamn pá -karlar i svenska ortnamn“, I, Studier lill en svenslc ortnamns-
atlas, 6 (Skrifter utgivna av Kungl. Gustav Adolfs akademien, XXI:1; Uppsala
1950), 108. Sbr. víðáttu Ölfusárósa: „eru ósar hennar I |i. e. Ölfusár] mjög
breiðir, og yfir þá að sjá sem fjörður væri“ (Þorvaldur Tboroddsen, Lýsing ls-
lands, I, 279).
118 Fornsögur Suðrlanda ... med indledning utgifna af Gustaf Cederschiöld
(Lund 1884), 85.
119 Norges gamle Love indtil 1387, udgivne ved R. Keyser og P. A. Munch, II
(Christiania 1848), 490. Athuga ber, að skjal þetta er varðveitt í pappírshand-
riti frá h. u. b. 1700, ÁM 114b 4to.
120 „Inbyggarnamn pá -karlar ...“, 101—116; sbr. Elias Wessén, Studier till
Sveriges hedna mytologi och fornhistoria (Uppsala universitets ársskrift, II;
Uppsala 1924), 89; Norske Gaardnavne. Forord og Indledning, 41.
121 J. Fritzner, Ordbog ..., I, 321—322.