Íslenzk tunga - 01.01.1963, Qupperneq 49
OLFUS
47
lýzkum. Sú skoðun kemur því ekki til greina, að Lödöse hafi fyrst
haft os n., síðar öse (< *ösia) n. að síðara lið, heldur verður að
skýra -öse sem afleiðingu hljóðþróunar í þessu nafni. Líklegast er,
að Lödöse sé stirðnað þgf. et. af Lödös. Fyrir miðja 14. öld er farið
að rita e í stað o í öðru atkvæði, en það er bending um veiklun vegna
áherzluleysis: Löþesum, -om 1346, Lödhesom 1348, Lödesom 1370.
Þetta veiklaða sérhljóð hefir að lokum orðið ö fyrir áhrif hins
áherzluþunga ö-hljóðs, sem á undan fór.
Er þá öllum stoðum kippt undan orðmyndinni *alvöse. Forliður
nafnsins Alvsborg hefir upphaflega verið ef. af alvös.
3. Oljus og Sog eru einstök örnefni á íslandi, að því er ég bezt
veit. Það kemur því óneitanlega flatt upp á inann, að staðurinn, þar
sem Gautelfur fellur úr Væni, heitir Alvságet, -suget (Sogið) eða
eldra nafni Alvoset (Olfusið)!136 Nú lifa samnöfnin ísl. sog, sæ. ság
enn góðu lífi, og óvíst er, hve gömul þessi örnefni eru. Þess má einn-
ig geta, að örnefnið Soget er til í Innra Sogni í Noregi við „Veite-
strandsvandets utlpp'ý'3 7 og vel má vera, að fleiri dæmi megi finna
í norrænum örnefnum, en ég hefi ekki gert umfangsmikla leit að
þeim. Sogið þarf því ekki að hafa fengið nafn sitt frá upptökum
Gautelfar, þótt undarlegt megi heita, ef nafnalíkingin er hrein til-
viljun.
VI
Hér að framan hefir nú verið rakið allt, sem vitað er um útbreiðslu
orðsins %lfös n., og eru aðalheimkynni þess milli Gautelfar, Raum-
elfar og Klarelfar. Þetta orð stendur nafninu Olfus svo nærri, að
telja má víst, að hér sé um eitt og sama orð að ræða i upphafi. Að-
eins vantar herzlumuninn, til að allt falli í ljúfa löð. Skýringin Olfus
136 Sjá SOÁ, XII, 158. — Eftir að þetta var ritað, hefi ég fengið vitneskju
wn það, að í lægð einni fyrir sunnan Trölladyngju á Reykjanesskaga eru djúp
gil, sem kölluð eru Sog(in) (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók, I (Kaupmanna-
höfn 1913), 182). Enn fremur má minna á Sogamýri í Reykjavík, og Sogeyri er
til í Hornafirði.
137 Amund B. Larsen, Sognemðlene (Oslo 1926), 25 nm.