Íslenzk tunga - 01.01.1963, Síða 52
50
BALDUR JÓNSSON
burð um mikla opnun e-hljóðsins í þessu orði eins og enn sér merki
til syðst og vestast á Vermalandi. Þetta opna sérhljóð hefir þá annað-
hvort verið hreint [a] eða a. m. k. svo opið, að vesturnorrænir menn
hafa heyrt það sem /a/ fremur en /§/.
Nafnið Ölfus er þá ættað frá takmörkuðu svæði í Austur-Noregi
og/eða Vestur-Svíþjóð, þar sem tffös hefir verið fram borið alfös
— eða því sem næst — í kringum 900.
VII
í Þorsteins sögu Víkingssonar (1. kap. I er þessi frásögn:145
Grímr var inn mesti berserkr. Hann átti Alvöru, systur Alfs ins gamla.
Hann réð fyrir því ríki, er liggr í milli á tveggja. Þær tóku nafn af hon-
um, ok var kölluð elfr hvártveggi. Var sú kölluð Gautelfr, er fyrir sunn-
an var við land Gauta konungs ok skildi við Gautland. En sú var kölluð
Raumelfr, er fyrir norðan var ok kennd var við Raum konung. Ríki þat
var kallat Raumaríki. Þat vúru kallaðir Álfheimar, er Alfr konungr réð
fyrir, en þat fólk er allt álfakyns, er af honum er komit.
í 10. kap. Sögubrots af fornkonungum er einnig sagt, að af Álfi
gamla „tóku nöfn þær tvær meginár, er elfr heitir hvártveggi síð-
an“.146 Og áþekkar eða hliðstæðar frásagnir eru víða til í fornald-
arsögum.147
Það er ekki laust við, að þessar sagnir í öllum sínum ófullkom-
leik renni nokkurri stoð undir skýringuna á Alfheimar og Alfarheimr
og þá um leið orðmyndina alfös. Þær sýna, að snemma á öldum var
í hugum manna náið samband milli orðanna Álfr og elfr. Hér virð-
ist vera um gamla og rótgróna hefð að ræða, svo oft er á þetta
minnzt í fornaldarsögum. — Og það má mikið vera, ef hér er ekki
komin skýringin á nafninu Álfsós í Landnámabók. Gæti það ekki
145 Fornaldarsögur Norðurlanda, II. Guðni Jónsson og Bjarni Vilhjálmsson
sáu um útgáfuna (Reykjavík 1944), 185.
146 Sama rit, 133.
147 Sama rit, 124, 139—40, 155.