Íslenzk tunga - 01.01.1963, Page 59
HALLDÓR HALLDÓRSSON
Sittlivað um orðið kvistur
FRÆÐIMENN greinir nokkuð á um uppruna orðsins kvistur. Ekki
skal þó um það efni fjallað hér. Verður öðrum eftirlátið að
f 'nna örugga ráðningu á þeirri gátu.1 Hér verða hins vegar ræchl
nokkur vandamál, sem varða merkingar orðsins, og reynt að benda
á leiðir til þess að leysa þau. Einkum verða athuguð nokkur sérkenni-
leg orðasambönd, sem orðið kvistur og skyld orð koma fyrir í.
Helztu merkingar orðsins kvistur í íslenzku eru þessar:
1) Algengust — og að því er virðist upprunalegust — er merking-
in ‘grein á tré’ og jafnframt ‘grein fallin (höggvin) af tré’. Báðar
þessar merkingar eru kunnar bæði úr fornu máli og nýju, og þykir
óþarft að rökstyðja svo alkunnugt mál.
2) í Fyrstu málfræðiritgerð Snorra Eddu er kvistur notað um
‘þverstrik í staf’:
0, hann er af hljóði es ok ós felldr saman . . . enda ritinn af því
með kvisti es ok með ósins hríng.2
Fullvíst má telja, að orðið kvistr hafi verið notað uin ‘rúnastrik’.
og má ætla, að höfundur Fyrstu málfræðiritgerðarinnar hafi tekið
orðið úr rúnafræðinni. Til sambands orðsins kvistr við rúnafræði
hendir orðið kvistrúnir, sem kunnugt er frá 17. öld:
2 Kuist Runer.3
1 Sjá um þetta efni, m. a.: Alexander Jóhannesson, Islantlisches etymologi-
sches Wörterbuch (Bern 1956), 421 og 495—96; Elof llellquist, Svensk etymo-
logisk ordbok (Lund 1939), 536—37, og 11. S. Falk und A. Torp, Norwegisch-
Danisches etymologisches Wurterbuch (2. Auflage; Oslo & Bergen 1960), 607
—608.
2 Edda Snorra Sturlusonar. Edda Snorronis Sturlæi II (Ilafniæ 1852), 14.
SRUNIR seu Danica Literatura Antiqvissima ... luci reddita Opera Olai