Íslenzk tunga - 01.01.1963, Síða 80
78
IIALLDÓR HALLDÓRSSON
runa orðtaksins komast ekki í kvist við e-n. Hafa verður í huga, að
‘mælieining’ er tilgetin merking, þ. e. kemur ekki fyrir í neinni heim-
ild, en er ályktuð til þess að skýra merkinguna ‘eign’. Hún styðst
þannig við nokkur rök. Sennilegt er, að um ákveðna einingu hafi
verið að ræða, sbr. að sneis var ‘20’ og völur ‘80’. Prófessor Magnús
Már Lárusson getur þess til, að kvistur hafi táknað ‘alin’.7'- Ef orð-
takið er runnið frá þessari merkingu, væri að komast ekki í kvist
við e-n sambærilegt við komast ekki í hundrað, þ. e. ná ekki hundr-
aði. Orðtakið merkti þá í rauninni ‘ná ekki sömu tölu (sömu upp-
hæð J og e-r’, t. d. við veiðar. Að komast ekki í hálfan kvist við væri
þá ‘vera ekki hálfdrættingur á við e-n’. Hálfkvisti og jafnkvisti væri
þá að líkindum þf. flt. af hálfkvistur og jafnkvistur, sem mundu þá
merkja hálfur (jafn) kvistur, þ. e. hálf (jöfn) upphæð og kvislur
táknaði.
Ef sú kenning prófessors Magnúsar Más, að kvislur hafi merkt
‘alin’, er rétt, fellur allt í Ijúfa löð. Samsvörunin kvikr kvistr og
kvikar álnir er þá auðskilin, og þá samsvarar komast (ekki) í kvist
Af öðrum orðum með svipaðri merkingarþróun, sem Dyrlund nefnir, mætti
geta um viðja og *spita. Um viSju hefir liann heimild frá miðri 17. öld (sama
rit, 288—289): „1 Vedde Hornfisk i Sælland," sem var 30 fiskar („vidjebánd
med 30 páhængte fisk“). Um *spita segir hann (bls. 289): „1 Spide Fisk pa
Gulland er 24 Fisk.“ Sjá enn fremur um þessi orð í Nordislc lcultur XXX, 38
(v'ólur og spita), 123 (völur) og 238 (völur og viSja). Af öðrum orðum, sem
með svipuðum hætti hafa tekið að tákna mælieiningar (íjöldaeiningar), mætti
nefna bast, sem notað er í sænskri mállýzku (upplenzku) um 24 stykki (af ál),
sæ. klove í merkingunni 100—240 stykki af hertum fiski og sæ. v&rda (í máll.
vára, vála), sem táknar 10 stykki af ýmiss konar fiski; sbr. Nordisk kultur XXX,
38; sbr. enn fremur bls. 123 (n. vorde) og 238 (d. vorde).
72 Áður en ég hafði fullgengið frá þessari grein, fékk ég prófessor Magnúsi
Má Lárussyni hana til yfirlestrar, með því að hann er nú fremstur sérfræðingur
í íslenzkum mælieiningum. Prófessor Magnús Már féllst á þá skoðun mína, að
lcvistur hefði verið mælieining og bættri nokkru við rannsókn mína. Honum
farast svo orð í bréfi til mín:
Nærri liggur að ætla, að orðið kvistr í orðasambandinu í kvikum kvisti
muni vera þýðing á latneska orðinu virga, en aðalmerking þess er ‘kvist-
ur’. Þó kemur það fyrir í merkingunni ‘mælistika’ eða ‘álnarstika’, svo