Íslenzk tunga - 01.01.1963, Síða 133
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR III
129
landi og víðar, er auðsæilega leitt af þessari merkingu orðstofnsins.
Merkingarfræðileg rök og hliðstæður hníga að því, að hin austfirzka
merking orðsiftarinnar sé upphaflegri, enda þótt heimildir um hana
séu yngri, sbr. t. d. dvali og dvöl.
En hvað er þá um ætt orðstofnsins og uppruna? Ekki sýnist geta
verið um tökuorð að ræða, enda þótt orðið virðist alleinangrað.
Helzt hefur mér komið til hugar, að það ætti skylt við sæ. máll. dáka
‘anga, þefja’, dáka f. ‘gufa, móða’ og e. t. v. dáka ‘sýsla við, þvaðra’.
Þess hefur raunar verið getið til, að tvö fyrrnefndu orðin væru tekin
að láni úr lágþýzku, en tæpast eru nein fullgild rök fyrir því. Ef
þessi ættfærsla mín er rétt, yrði að gera ráð fyrir, að orðsift þessi
hefði í öndverðu táknað móðu eða reyk e. þ. u. 1., en síðan mók,
sbr. svipaða merkingarþróun í orðum eins og drungi og mók (sbr.
móka f. ‘dimmviðri, mugga’, mœkja f. ‘hitamolla’). Um frændlið
þessarar orðsiftar í öðrum indoevrópskum málum skal ekki rætt að
sinni, en vel mætti hún vera í einhverjum ættartengslum við lett.
dugains ‘gruggugur, dimmleitur’ og findv. dhvajati ‘blakta’ o. s. frv.
Heigull
Kk-orðið heigull er þekkt um allt land og þá tíðast í merkingunni
‘hugleysingi, kjarklaus maður’, og má segja, að sú merking orðsins
sé ríkjandi bæði vestanlands og á Norður- og Austurlandi. En á
Suðurlandi, einkum í Árnes- og Rangárvallasýslum, merkir heigull
jafnframt latan mann eða linan til verka; hann er heigull til allrar
vinnu, þ. e. ‘latur og framkvæmdalítill’. Á þessum sömu slóðum er
orðið heigulsháttur haft um leti eða sofandahátt, en annars staðar
á landinu táknar það hugleysi.
Allt bendir til þess, að hin sunnlenzka merking orðsins sé upphaf-
legri. í Orðabók Jóns frá Grunnavík, sem var Vestfirðingur, en ólst
að nokkru upp norðanlands, segir svo: „heigull, m. homo admodum
segnis et torpidus,“ þ. e. ‘mj ög seinlátur maður og slj ór’; „heiglast,
admodum lente moveri,“ þ. e. ‘silast’.
Merkingartilbrigði orðstofnsins og afleiddar orðmyndir hníga að
ÍSLENZK TUNGA 9