Íslenzk tunga - 01.01.1963, Page 135
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR III
131
að heigutt sé í ætt við no. máll. higla ‘falla í dropatali’, higl ‘smágert
regn’, higr ‘e-ð lítið og óverulegt’ og hjaltl. hig ‘e-ð mjótt og vesæld-
arlegt’. Ekki er ósennilegt, að ísl. so. hénast (niður) ‘hníga niður’ og
*héna f. í hénulegur ‘skömmustulegur’ (< *hihnön) sé af þessum
sama toga. Eins væri hugsanlegt, að héða f. ‘sauðarlegur maður’ ætti
skylt við ofangreind orð (< *hihiðön). Um tengsl þessa orðstofns
við orðafar annarra indoevrópskra mála er vant að segja, en þess
hefur verið getið til, að no. máll. higl væri í ætt við findv. sikáyati
‘drýpur’ og sikára- ‘úðaregn’.
Ýja
So. ýja ‘minnast á, gefa í skyn með óljósum orðum’ kemur ekki
fyrir í fornu máli, og raunar eru engar gamlar heimildir um hana.
í nýmálinu er hinsvegar oft svo að orði kveðið að ýja að e-u ‘drepa
aðeins á e-ð’, ýja í e-ð ‘gefa í skyn’, ýja í þá áttina o. s. frv. Ritháttur
orðsins hefur því verið á reiki. Sumir hafa ritað ía og þess verið
getið til, að sögnin væri leidd af fors. í. Aðrir hafa skrifað ýja án
þess að færa að því nein rök. Ég ætla, að þessi síðarnefndi ritháttur
sé réttur, og skal nú reyna að rökstyðja það. Ég tel að ýja svari til
hjaltl. 0 ‘muldra ógreinilega’; / could only 0 at him, þ. e. ‘ég gat ein-
ungis muldrað e-ð til andsvara, en ekki svarað greinilega’. Sama orð
að minni ætlan er orkn. máll. ue ‘raula lag’. Það orð er líka til í mynd-
inni nue; sittan ue-an a tune : sittan nue-an a tune ‘sitja og raula lag’.
Hyggur Marwick, að síðarnefnda myndin sé upphaflegri og svari til
físl. knýja eða gnýja, hafi misst upphafs-n-ið, vegna rangrar skipt-
ingar við orðaskil, sittan nue-an > sittan ue-an.2 Þessu er þó efa-
lítið öfugt farið, ue er upphaflega orðmyndin, en hefur fengið upp-
hafs-n-ið frá undanfarandi orði. Hjaltl. so. 0 styður eindregið ]>á
skoðun. Að minni hyggju á so. ýja sér auk þess beina samsvörun
í gotn. auhjon ‘hafa hátt’, sbr. einnig gotn. aulijodus ‘hávaði’. Ef
þetta er rétt, mundi það jafnframt sanna, að gotn. auhjon hefði upp-
haflegt u, en ekki au, í stofni (< *uhjön), og má vel vera, að hér
2 Hugh Marwick, Thc Orkney Norn (Oxford 1929), 198.