Íslenzk tunga - 01.01.1963, Síða 148
144
DOKTORSVÖRN
nánari greinargerð um kjörgripina og frásögn af falli Ála. Þetta
hefur Arngrímur sumpart stytt, sumpart fellt niður með öllu.
I frásögninni af Uppsalaförinni telur höf. að Arngrímur hafi ekki
skert forrit sitt nema um smámuni eina (bls. 40). Þar er þó eitt atriði
sem höf. nefnir ekki, en það er frásögn Arngríms af gistingu Hrólfs
lijá Oðni.n Þessari frásögn er sleppt í Snorra Eddu, enda kemur hún
ekki við þá sögu sem þar er meginatriði. Hins vegar er hún rökrélt-
ur inngangur að frásögninni af þátttöku Óðins í Skuldarbardaga.
Frásögnin er í Hrólfs sögu efnislega mjög á sama hátt og hjá Arn-
grími, en miklu ýtarlégri; frásögn Arngríms er svo stuttaraleg að
hún er nánast óskiljanleg eins og hún stendur þar. Hjá því getur
naumast farið að hún sé stytt, enda á hið sama við um það sem Arn-
grímur segir af þátttöku Óðins í Skuldarbardaga. Rökrænt samhengi
milli þessara frásagna er mjög óljóst hjá Arngrími, í rauninni aðeins
tæpt á því óbeint; hins vegar er það mjög líkt honum að gera lítið
úr áhrifum heiðinna goða í frásögnum sínum af fornum viðburð-
um. Slíkum sögum sleppir hann oft á öðrum stöðum, ef hann þá ekki
túlkar þær upp á andskolann.
Höf. telur það lítinn umræðugrundvöll (bls. 41) að ég hafi ætlað
frásögnina af Skuldarbardaga mjög stytta en nefni ekki efnisatriði
sem niður séu felld. Mér virðist liggj a í augum uppi að frásögn Arn-
gríms er stytt, ef litið er á samhengið. Rétt er, eins og ég hef áður
tekið fram,10 að ekki er unnt að fullyrða neitt um hversu mikið hafi
verið sagt frá köppum Ilrólfs og framgöngu þeirra í Skuldarbar-
daga, en ekki er það góður sögustíll að láta kappana hverfa með öllu
út úr sögunni og veröldinni án þess að þeirra sé getið nema í f j órum
orðum: „occubuit Rolfo cum suis pené omnibus."11 Höf. minnist á
þetta síðar (bls. 214), og gerir þar ráð fyrir að höfundur Skjöldunga
sögu hafi þekkt Bjarkamál, enda er þáttur Óðins vafalítið þangað
sóttur. Nú er þekking okkar á efni Bjarkamála sótt til Saxa og Hrólfs
sögu, svo að það er ekki eins út í loftið að leita fróðleiks þangað og
0 Bibl. Arnam. IX 347—343; sbr. Um Skjöldungasögu 39—40.
10 Bibl. Arnam. XII 235, 237.
]1 Bibl. Arnam. IX 349.