Íslenzk tunga - 01.01.1963, Page 151
DOKTORSVORN
147
son, en hann hefur Skjöldunga saga talið samtímamann Dans kon-
ungs í Danmörku. En Snorri hefur kaflann um berserkina ekki í sam-
handi við Agna, heldur löngu fyrr, þar sem hann ræðir um Óðin. Nú
er sýnilegt að Arngrímur hefur sleppt í Danasögunni þeim köflum
sem teknir eru upp í Svíþjóðarsögunni. Líklegt er að allir þessir
kaflar hafi verið í samhengi í Skjöldunga sögu og þú í frásögninni
af Dan II. Séu þeir lesnir í samhengi14 sést að eitthvað hlýtur að
vanta hjá Arngrími, a. m. k. einhverja skýringu á því hvers vegna
Agni er nefndur til sögunnar samtímis Dan II. Um það þegir Snorri
með öllu af því að það kom ekki heim við tímatal hans. Hér skal eng-
um getum að því leitt hversu mikið kann að vera niður fellt hj á Arn-
grími, en óskert getur frásögnin ekki verið. Aðeins eitt atriði skal
nefnt. Á bls. 84 (sbr. og bls. 233) dregur höf. í efa að Drótt hafi ver-
ið nefnd í Skjöldunga sögu, þar sem hún er ekki nefnd hjá Arngrími.
Nú er þess að gæta að í þessum kafla15 er Arngrímur að bæta fróð-
leiksmolum við Heimskringluútdrátt Mattis Stprsspns, þ. e. atriðum
sem stóðu þar ekki; þess vegna hlýtur það sem Arngrímur segir um
dróttin og drottningar að vera úr Skjöldunga sögu, þar sem Arn-
grímur heimfærir það á ríkisár Agna en ekki Dyggva eins og Snorri,
en þá er sennilegt að það hafi einmitt verið í sambandi við Drótt í
Skjöldunga sögu.
Röksemdafærsla höf. (hls. 86—87) um herför Hálfdanar Fróða-
sonar til Svíþjóðar finnst mér ekki sannfærandi. Eðlilegust virðist
sú skýring að Arngrímur hafi fellt niður frásögn Skjöldunga sögu
um hana. Slíkt er alveg í samræmi við vinnubrögð hans að snið-
ganga það sem kom ekki beint við sögu Danakonunga: Hálfdan var
ekki konungur í Danmörku. Hitt er vitanlega rétt að skipti þeirra
Hálfdanar og Ala við Svía og tímaselning ríkisára þeirra í Sviþjóð
hljóta að vera tilbúningur Snorra, vegna þess að tímatal hans var alll
annað en Skjöldunga sögu. Ekki verður heldur fullyrt að Skjöld-
unga saga hafi talið Hálfdan konung í Svíþjóð þó að sagt hafi verið
11 Bibl. Arnam. IX 3381B_23 458-1—45917; sbr. Um Skjöldungasögu 231—
235.
15 Bibl. Arnam. IX 45828-33.