Íslenzk tunga - 01.01.1963, Page 152
148
DOKTORSVORN
frá hernaði hans þar. Mér virðist því enn sem fyrr líklegast að Arn-
grímur hafi fellt niður það sem Skjöldunga saga hafði frá Hálfdani
að segja, en Snorri hafi tekið þá frásögn upp; hins vegar hefur hann
sleppt rökstuðningi Skjölduiiga sögu um móðerni Hálfdanar af því
að það kom engan veginn heim við tímatal hans.
Niðurstaðan af þessum athugasemdum er því í fám orðum sú að
höf. liafi tekið helzt til djúpt í árinni þegar hann telur að ekki sé hægt
að álykta af Ynglinga sögu að Arngrímur hafi slytt texta sinn svo að
nokkru nemi.
Eitt dæmi enn skal nefnt úr Svíþjóðarsögunni, en það er klausan
um Starkað, þar sem segir að hann hafi verið í herferð til Kúrlands
með Alreki og Eiríki Svíakonungum.1,J Nú nefnir Arngrímur Stark-
að einnig í Danasögunni, en virðisl hafa sumt af því efni úr Gautreks
sögu, a. m. k. um upphaf Starkaðar. Hins vegar verður ekki séð hvar
ætla skuli klausunni um Kúrlandsherferðina rúm í þeim frásögnum
sem Arngrímur hefur af Starkaði í Danasögunni. Idér hlýtur eitthvað
að vanta; Alrekur og Eiríkur eru ekki nefndir í Danasögunni, en
með einhverjum hætti hefur þeim og brautargengi Starkaðar við þá
verið komið fyrir í Skjöldunga sögu. En Arngrímur hefur sleppt því
af því að það kom ekki Danasögunni við, en hins vegar hirt þennan
fróðleiksmola í Svíasögunni. Ber þar því að sama brunni eins og
áður var bent á um fróðleiksmolana í sögu Agna konungs. Þessir
molar verða ekki felldir inn í frásögn Arngríms í Danasögunni nema
gert sé ráð fyrir að hann hafi fellt niður það sem hlýtur að hafa sett
þá í eðlilegt samhengi. Rétt er að henda á ummæli höf. á bls. 213 um
vinnubrögð höfundar Skjöldunga sögu með tilliti til Starkaðarsagn-
anna: „hann getur einkum þeirra atburða í ævi Starkaðar, er varða
beint eða óbeint dönsku konungsætlina.“ Þessi lýsing getur allt að
einu átt við Arngrím, eftir því sem mér hafa skilizt vinnubrögð hans,
og ég hef ekki sannfærzt af rökum höf. um að Arngrímur eigi engan
þátt í því efnisúrvali sem texti hans sýnir.
Á bls. 96—113 ræðir höf. um afstöðu Sögubrots af fornkonungum
til texta Arngríms. Þar er í fyrsta lagi um það vandamál að ræða
16 Bibl. Arnam. IX 459.