Íslenzk tunga - 01.01.1963, Qupperneq 161
RITFREGNIR
157
stæður eru. Flestar eru hliðstæðurnar við suðvesturnorsku, einkum innri vestur-
norsku (Harðangur, Voss, innri hluta Sogns). En eins og höf. bendir á, eru
einnig margar hliðstæður annars staðar í norsku eða norrænum málum og jafn-
vel í öðrum germ. málum, t. d. þýzku og ensku. Þannig er t. d. linun lokhljóða
miklu útbreiddara fyrirbæri og er víðtæk einkum í dönsku, þar sem hún hefur
sennilega orðið á 12. öld, enda telur höf., að hún hafi borizt úr dönsku í suð-
vesturnorsku um miðja 13. öld í síðasta lagi (bls. 83). En auk þess er svo lin-
mælissvæði í Suður-Þrændalögum, sem ekki verður séð, að standi í beinu sam-
bandi við hin svæðin. Þetta veikir vitaskuld enn kenninguna um útbreiðslu lin-
mælis við félagsleg samskipti, enda er þetta breyting, sem ofureðlilegt er, að
gerist af hreinum hljóðkerfislegum ástæðum.
Svipuðu máli gegnir um aðblástur langra harðhljóða (pp, tt, kk), en það
einkenni telur höf. raunar arfleifð frá samnorrænum tíma (bls. 85).
Svipuðu máli gegnir einnig um margar sérhljóðabreytingarnar, t. d. tvíhljóðun
langra sérhljóða. Tvíhljóðunin er algeng ekki aðeins í norrænu, heldur og í
öðrum germ. málum, t. d. ensku og þýzku. Segja má, að í þróunarsögu þessara
mála hafi andstæðan tvíhljóð : einhljóð víða komið í stað andstæðunnar langt :
stutt. Er því ekkert líklegra en að tvíhljóðun hafi orðið sjálfstætt og óháð á
fleiri en einum stað. Auk þess er hvergi í norsku að finna algera hliðstæðu við
tvíhljóðunina í ísl., jafnvel ekki í Harðangri, Voss og Sogni, sem ofiast er vitnað
til, þar eð á hefur þar orðið [au] eins og í ísl. Tvíhljóðunin nær þar miklu
skemmra: hvorki fornt é, œ né œ hafa orðið að tvíhljóðum (ísl. é > [jel» ®,
œ > [ail). í Suðvestur-Noregi (á Ögðum og Rogalandi) nær tvíhljóðsmyndun-
in enn skemmra, og þar hefur á ekki orðið að tvíhljóði. En í Setesdalsmáli, þar
sem tvíhljóðunin gengur einna lengst, er hún ólík hinni íslenzku, auk þess sem
hvorki á né æ hafa þar orðið að tvíhljóði. Aftur á móti er tvíhljóðun á ([au])
á fleiri afmörkuðum svæðum í Noregi, þar sem tvíhljóðun langra sérhlj. er ann-
ars óþekkt. Af þessu er ljóst, að fjarri fer því, að það geti talizt augljóst, að
beint þróunarsamband sé milli tvíhljóðsmyndunar í norsku og ísl.
Aðrar hliðstæður f sérhljóðaþróun (t. d. lenging á undan l -f samhlj. og á
undan ng; afkringing; þróun sníkihljóðs á undan r) eru enn fjarlægari, enda
sér höf. sig tilneyddan að viðurkenna (bls. 113) „that, concerning the vowels,
the overall picture is not as simple as that shown by the cömmon WN-Icelandic
consonant developments and does not lend itself to as simple an historical-geo-
graphic analysis.“ „
Af þessum ummælum höf. er ljóst, að hann leggur miklu meira upp úr sam-
hljóðabreytingum og telur, að þar sé að finna skýrari rök fyrir sameiginlegri
norsk-ísl. málþróun. Auk breytinganna tveggja, er þegar var rætt um (linmælis
og aðblásturs), tekur höf. einkum tvö atriði til meðferðar, rl, ll, rn, nn > dl, dn
og /n > bn.
Af fyrra atriðinu er breytingin rn > dn útbreiddust í Noregi. Hana er að