Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 31

Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 31
RITMENNT BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU ólík og hugsast getur, þá voru þau unnin á sama tíma og Þorvald- ur Thoroddsen hefur það eftir einum af fylgdarmönnum Björns við landmælingarnar, að ... þegar Björn Gunnlaugsson elcki mældi, var hann optast að yrkja Njólu ... og vissi þá ekki af neinu, sem gerðist í kringum hann.41 Efni Njólu hefur þó eflaust verið Birni hugleikið í langan tíma áður en lcvæðið birtist og hefur jafnvel verið leitt að því getum, að sum erindin hafi hann samið á æskuárum [84]. Af ýmsum rit- gerðum, bréfum og minnisgreinum Björns, sem til eru í handrit- um, má einnig sjá, að allt til æviloka hélt hann áfram að velta fyrir sér þeim áleitnu viðfangsefnum, sem glímt er við í Njólu. Njóla er tilraun til alheimsáforms-fræði (teleologia mundi) eins og Björn kallar þau fræði, sem nú eru oftast nefnd tilgangs- fræði eða markhyggja. Líta má á kvæðið sem framlag til náttúru- guðfræði (e. natural theology) og röksemdafærslan er tilbrigði við svokölluð skipulagsrök (e. argument from design), forna heimspekiaðferð þar sem leitast er við að sanna tilvist guðs út frá byggingu heimsins. Björn telur þó greinilega, að tilvist guðs sé augljós og hann einbeitir sér að því að finna tilganginn í sköp- unarverkinu.42 Niðurstaðan er sú, að tilgangurinn sé lífið og ódauðleikinn. Um þetta segir Björn meðal annars í skýringun- um, sem fylgja kvæðinu: Sú mikla himinsins bygging boðar einhverja stóra fyrirætlan. En í öllu, sem vér sjáum á himni og jörðu, er lífið það æðsta, og allt er þess vegna gjört, og það er aðaltilgangur alls hins sýnilega heims ... Þannig væri þá heimurinn einskis virði, ef ekki væri lífið, þá flýtur þar af, að það er guðs aðalverk, og þetta hans aðalverk verður eilíft að vera. 41 Sjá [97]. Ef menn vilja njóta Njólu til fulls er mælt með því að kvæðið sé sungið (nema 457. til 464. erindi) undir sama lagi og „Fljúga hvítu fiðrildin" eftir Sveinbjörn Egilsson [48]. Einnig má minna á, að tvö lög liafa verið sam- in við þrjú fyrstu erindi Njólu: „Meistari himna" (1951) fyrir einsöng og pí- anó eftir Hallgrím Hclgason og kórlag með sama nafni eftir Sigurð Bragason. Hið síðarnefnda kom út á geisladiskinum Tveir fuglar árið 1999. 42 I þessu sambandi má minna á ummæli guðfræðingsins Williams Paleys (1743-1805), eins þekktasta talsmanns náttúruguðfræðinnar á 18. öld: „Ég hef ávallt verið þeirrar skoðunar, að stjörnufræði sé elcki best til þess fallin að sanna tilvist sltaparans, heldur sýni hún öðrum vísindagreinum betur, hversu stórfenglegt sköpunarverk hans er." (Natural Theology; or, Evidences of the Existence and Attributes of the Deity, Collected from the Appear- ances of Nature. (1802.)) 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.