Ritmennt - 01.01.2003, Side 74

Ritmennt - 01.01.2003, Side 74
EINAR H. GUÐMUNDSSON RITMENNT blik, eins og fossinn í ánni eða geislinn frá sól- inni, þá vöruðu líkamirnir ekki nema eitt augna- blik eins og rykkur; maður hlýtur því að álíta krapt frumagnarinnar eins og sírennandi straurn. Þessi sírennandi aflstraumur vitnar, að alheimur sé eintómur, gagntær, guðdómlegur kraptur eða vilji, en ekki meiningarlaust, sjálfstætt og óþjált efni, eins og Plató hélt. Sjá Fjölnir 1. ár, 103., 106. bls.118 B. „ Teningar og efnisdeilingin, eða: Efnis- deilingin sýnist verða að hafa takmörk" [Handrit í Lbs 2118a 8vo. Eins og fram kemur í megintexta var kveikjan aó þessum rítgerðar- drögum deila þeirra fóns Hjaltalíns landlæknis og séra Magnúsar fónssonar á Grenjaðarstað um smáskammtalækningar á árunum 1856-57 [59]. Björn leggur út af oróum Magnúsar um deilingu efnisins og þeirri fullyrðingu hans, að „úr ten- ingsþumlungi vatns verði 1128 teningsþumlung- ar af gufu “. Björn tekur dæmi af gufu, sem verö- ur til úr einum teningsþumlungi vatns og breið- ist út „eptir eðli sínu“ og án fyrirstöðu í rúm- málið ein dekiljón teningsþumlunga.119 Hann leikur sér fyrst að því að reikna út hliðalengd tenings með þessu rúmmáli og fær út um það bil 265 ljósár. Síðan segir, og menn ættu að hafa í huga, aö um uppkast er að ræða:] Það er víst öllum skiljanlegt, að framanskrif- aður reikningur sé því að eins gildandi að gufan hafi svo mikið þensluafl að hún geti í lopttómu rúmi120 breitt sig út til Decillionar þar sem eng- in fyrirstaða mætir, eða að hennar Cohæsion sé nærri engin. Þegar [MagnúsJ segir að teningsþumlungur af vatni verði að 1728 teningsþumlungum af gufu, þá sýnist í fyrsta áliti að hann meini deilingu efnis í 1728 parta, einkum þar þetta dæmi stend- ur meðal annarra hvar deiling í vissa tölu er til- tekin. En þar 1728 er ekki nein stór tala, allrasíst sem geti komist í nokkurn samjöfnuð við De- cillion ... þá er þetta ekki meining [Magnúsar], heldur sú að teningsþumlungur vatns deilist í svo margar lopti líkar agnir að ekki verði tölu á komið, en sem fylli 1728 teningsþumlunga sem er sama sem eitt teningsfet. Þegar út er dregin teningsrótin af 1728 sem er 12 (þumlungar) þá sýnir það, að sá teningur er 12 þumlungar á kant, sem fyllir 1728 teningsþumlunga ... Af þessu ... er auðsjeð að hver ögn af vatni verður 12 sinn- um breiðari þegar hún er orðin að gufu (en þetta getur þó orðið langtum meira ef öðruvísi er að farið). Sama er að segja um frumagnirnar, þær verða allteins 12 sinnum breiðari í gufunni en þær voru í vatninu, en allt fyrir það verða þær ekki deililegri en þær voru áður, og þar í verðum vér á gagnstæðri meiningu við [Magnús), að hann heldur að deililegleiki efnisins fljóti af deilileg- leika rúmsins, hvað öldungis ekki hefur stað. Það geta ýmsar hindranir komið í veg fyrir deilingu efnisins sem ekki hindra deilingu rúms- ins. Bæði frá Mechanikunnar og Chemiunnar síðu geta komið hindranir fyrir deilingu efnisins, þar sem engin er hindran fyrir deilingu rúmsins. Þar að auki má segja að deiling rúmsins er ekki nema hugsan tóm, í stað þess að efnisdeilingin á í höggi við krapta og þá margvíslega og ósam- kynja. Það sýnist eins og [Magnúsi] liggi jafnvel við að neita tilveru frumagnanna þó það sé ekki víst; en leiða má rök til þess, að hinar minnstu agnir efnisins hljóti að vera stærri en mathema- tiskir púnktar, og þá eru þar komnar frumagnir. Sá mathematiski púnktur innilykur ekkert rúm, hans Diameter er því fullkomið 0; hann er heldur ekki partur hins útþanda rúms. Vilji maður raða púnktum til að fylla beina línu, þá væri það eins og að addera saman tómum núll- um, maður fengi að eilífu aldrei neina endanlega summu þar útaf, svo sem 1, 2, 3, o.s.frv. Punkt- arnir eru því ekki partar rúmsins, heldur einung- is fríviljugir mælingarreitir, út frá hverjum menn eptir geðþekkni mæla rúmsins parta, sem eru línurnar. 118 Tilvitnunin í lokin er í grein Jónasar Hallgríms- sonar, „Um eðli og uppruna jarðarinnar". 119 Ein ensk Decillíón eða dekiljón er 10 ’ . Ensk trillí- ón eða trilljón er 10 . 120 Neðanmálsgrein Björns: „Lesarinn aðgæti að menn eru orðnir visir um að gufa útbreiðir sig best í lofttómu rúmi." 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.