Ritmennt - 01.01.2003, Side 86

Ritmennt - 01.01.2003, Side 86
SVANHILDUR GUNNARSDÓTTIR RITMENNT Reyfarar af rót Robinson Crusoe Eftirlíkingar eða ritstælingar á, Robinson Crusoe, sem fóru eins og eldur í sinu um Evrópu, hafa verið flokkaðar sem ákveðin bókmenntategund er nefnd hefur verið Robinsonaden upp á þýsku, enda voru þýsk- ir höfundar og útgefendur ötulastir við að halda lífi í þessari bókmenntagrein sem stóð í miklum blóma um miðja 18. öld. Frá Þýskalandi bárust sögurnar til Danmerkur, jafnt í þýddum sem frumsömdum verkum. A íslensku hafa þessi verlc verið kölluð Robinsonsögur. í langflestum sagnanna er ein aðalpersóna sem segir frá óvenju við- burðaríkri ævi sinni og er frásögnin ýmist í fyrstu eða þriðju persónu. Höfundar þessara sagna nýttu sér þelckt minni úr eldri bók- menntahefðum, svo sem útópíu- eða stað- leysubókmenntum, ferðasögum, ævisögum og slcálka- og ævintýrasögum, og dylst það sjaldnast hvaðan áhrifin eru komin. Eins og áður sagði nutu raunsæislegar ævintýrasög- ur í þessum anda fádæma vinsælda í Evrópu langt fram eftir 18. öld og voru prentaðar í stórum stíl, sumar aftur og aftur, jafnt á frummálinu sem í þýðingum. Þessi stað- reynd er okkur nútímafólki ákaflega mikil- væg heimild um lífssýn og menningu þess fólks sem lifði á þessum tímum og hefur ekki hvað síst heimildagildi varðandi þá af- þreyingu sem alþýðan sótti í. En af söguefn- inu að dæma var hún sólgin í spennandi reyfara af samtímafólki. Við lestur bókanna gat hinn almenni lesari ferðast með sögu- hetjunni um áður óþekkt lönd og fylgt henni í gegnum súrt og sætt í ljósi trúarinn- ar á guð. I formálum að útgáfum Robinson- sagnanna var sérstök áhersla lögð á sann- leiksgildi frásagnanna. Höfundar skrifuðu gjarnan undir dulnefnum og létust vera út- gefendur sannrar frásagnar. Þeir skýldu sér á bak við persónur sínar sem áttu að hafa slcrifað sjálfsævisögur eða endurminningar eða greint frá ævintýrum sínurn með öðrum hætti. Látið var líta svo út sem útgefandinn hefði aðeins komist yfir handritið eða skráð frásögnina og þannig komið henni á fram- færi, öðrum til skemmtunar og lærdóms.3 Þegar litið er til íslands á þessum tíma var enga lognmollu að finna í ritstörfum lands- manna þrátt fyrir að hér fengist ekkert gefið út sem heyrði undir veraldlegar skemmti- bókmenntir hvort sem þær voru frumsamd- ar eða þýddar,- handritin héldu áfram að vera vettvangur bókmenntaslcöpunar og út- breiðslu þeirra. Þess vegna má með sanni kalla það tíðindi í íslenskri bókaútgáfu þeg- ar heimsbókmenntir á borð við Robinson- sögurnar af ævintýraköppunum Berthold og Gustav voru gefnar út á Hólum. Þótt höfundur Gustavs sögu sé eklci þekktur hefur aldrei leilcið neinn vafi á upp- runa sögunnar enda getur útgefandi bólcar- innar, Björn Markússon, hans í formála sín- um auk hins danska þýðanda hennar og seg- ir: „Læt ég þér koma fyrir sjónir, góðfúsi les- ari tvo Robinsons, nefnilega: þann svenska, sem af þýslcu er útlagður af þeim sagnafróða Casparo Petro Rhothe, og engelska [...]" og á Björn þar við Berthold, en sú saga hefur ævinlega verið talin ensk að uppruna. 3 Þetta kemur vel fram í inngangsorðum, „Preface", Defoes að Robinson Crusoe: „The editor believes the thing to be a just history of fact; neither is there any appearance of fiction in it [...]". Sjá Defoe, Daniel. [...] Robinson Crusoe [...]. London 1965. Bls. 25. 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.