Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 5
Ólafur Jóhann Sigurðsson
um, Fjallinu og draumnum og Vorkaldri jörð, lýsti hann þessu lífi á áhrifa-
ríkan hátt. Hann náði líka vel spennu og barnslegri tilhlökkun ungs manns
sem er að hverfa úr sveitinni og halda til hins fyrirheitna lands borgarinnar:
„Hann var ungur. Hann var frjáls. Hann var leystur úr álögum“, segir um
Mumma í Lithrigðum jarðarinnar. Slík persóna hefur oftast í mal sínum
brot af nesti Olafs sjálfs, sem hann lýsti svo í viðtali í Birtingi 1958:
Eg var sæmilega að mér í Nýja Testamentinu og kunni fjallræðuna utanbók-
ar þegar ég var drengur. Eg hafði mikinn áhuga á Islandssögu og mannkyns-
sögu, eins og ég minntist á áðan. Ég las einnig aftur og aftur Þyrna og Mál-
leysingja Þorsteins Erlingssonar. Mér þykir trúlegt að viðhorf mitt til lífsins
væri öðruvísi, ef ég hefði alist upp við peningadýrkun, glæpasögur og hasar-
blöð.
Þetta er algeng manngerð í sögum Ólafs Jóhanns. Ungur maður sem er
með hugann við bókmenntir og önnur andleg verðmæti og á sér dálítið
barnslega, saklausa sýn á umhverfi sitt. Þannig kynnumst við Páli Jónssyni
blaðamanni í Gangvirkinu og sögumanninum í Hreiðrinu, Mummi í Lit-
hrigðum jarðarinnar er af sömu gerð, drættir úr dreymnu listamannseðli
eru í Herdísi Hermannsdóttur (Fjallið og draumurinn), og önnur skáldsaga
Ólafs Jóhanns, Liggur vegurinn þangað, fjallar um ungan listamann í
Reykjavík. „Nei, það var ekkert smáræði sem ég átti eftir að skrifa um“,
segir drengurinn í smásögunni „Hengilásinn" við sjálfan sig: „Það var í
rauninni allur heimurinn, lífið á jörðinni í birtu sólar, tungls og stjarna,
gleðin yfir lífinu og undursamlegri fegurð þess.“ Ólafi Jóhanni lét reyndar
vel að skrifa um drengi, vonir þeirra og harma, þótt nú sé það sjaldnast tal-
ið höfundum til tekna. Gagnstætt því sem hann segir í einu ljóða sinna,
„Hugleiðing sveitamanns", virtist hann einatt vita vel hvað leyndist að baki
„vængjuðu æfintýri / í augnaráði drengs“.
Borgarmenning 20. aldar olli mörgum íslenskum sveitapiltum og -stúlk-
um djúpstæðum vonbrigðum. Hún opnaði nýjan heim og stærri, en líka
grimmari og siðlausari. Og fyrirheitin fögru voru svikin, í raflýstri borg-
inni var til svartara myrkur en í skuggunum af aumustu kotbæjum.
Kannski varð það mesta íþrótt Ólafs Jóhanns sem sögumanns að lýsa von-
brigðum hins hrekklausa, einlæga hugar þegar tálsýnirnar hverfa honum.
Hann gat skrifað um tálsýnir af hlýrri gamansemi einsog í sögunni „Reistir
pýramídar", en hann gat líka verið miskunnarlaus sögumaður, jafnvel
grimmur einsog í sögunni „Píus páfi yfirgefur vatíkanið“: „Mamma - þú
sást ekki augun“, hvíslar stelpan sem hefur horft á köttinn sinn hengdan.
Glataðar tálsýnir verða leiðarminnið í skrifum Ólafs Jóhanns um helsta
viðfangsefni sitt, þjóðfélagsbyltinguna sem skipaði borginni ofar sveitinni.
259