Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 5
Ólafur Jóhann Sigurðsson um, Fjallinu og draumnum og Vorkaldri jörð, lýsti hann þessu lífi á áhrifa- ríkan hátt. Hann náði líka vel spennu og barnslegri tilhlökkun ungs manns sem er að hverfa úr sveitinni og halda til hins fyrirheitna lands borgarinnar: „Hann var ungur. Hann var frjáls. Hann var leystur úr álögum“, segir um Mumma í Lithrigðum jarðarinnar. Slík persóna hefur oftast í mal sínum brot af nesti Olafs sjálfs, sem hann lýsti svo í viðtali í Birtingi 1958: Eg var sæmilega að mér í Nýja Testamentinu og kunni fjallræðuna utanbók- ar þegar ég var drengur. Eg hafði mikinn áhuga á Islandssögu og mannkyns- sögu, eins og ég minntist á áðan. Ég las einnig aftur og aftur Þyrna og Mál- leysingja Þorsteins Erlingssonar. Mér þykir trúlegt að viðhorf mitt til lífsins væri öðruvísi, ef ég hefði alist upp við peningadýrkun, glæpasögur og hasar- blöð. Þetta er algeng manngerð í sögum Ólafs Jóhanns. Ungur maður sem er með hugann við bókmenntir og önnur andleg verðmæti og á sér dálítið barnslega, saklausa sýn á umhverfi sitt. Þannig kynnumst við Páli Jónssyni blaðamanni í Gangvirkinu og sögumanninum í Hreiðrinu, Mummi í Lit- hrigðum jarðarinnar er af sömu gerð, drættir úr dreymnu listamannseðli eru í Herdísi Hermannsdóttur (Fjallið og draumurinn), og önnur skáldsaga Ólafs Jóhanns, Liggur vegurinn þangað, fjallar um ungan listamann í Reykjavík. „Nei, það var ekkert smáræði sem ég átti eftir að skrifa um“, segir drengurinn í smásögunni „Hengilásinn" við sjálfan sig: „Það var í rauninni allur heimurinn, lífið á jörðinni í birtu sólar, tungls og stjarna, gleðin yfir lífinu og undursamlegri fegurð þess.“ Ólafi Jóhanni lét reyndar vel að skrifa um drengi, vonir þeirra og harma, þótt nú sé það sjaldnast tal- ið höfundum til tekna. Gagnstætt því sem hann segir í einu ljóða sinna, „Hugleiðing sveitamanns", virtist hann einatt vita vel hvað leyndist að baki „vængjuðu æfintýri / í augnaráði drengs“. Borgarmenning 20. aldar olli mörgum íslenskum sveitapiltum og -stúlk- um djúpstæðum vonbrigðum. Hún opnaði nýjan heim og stærri, en líka grimmari og siðlausari. Og fyrirheitin fögru voru svikin, í raflýstri borg- inni var til svartara myrkur en í skuggunum af aumustu kotbæjum. Kannski varð það mesta íþrótt Ólafs Jóhanns sem sögumanns að lýsa von- brigðum hins hrekklausa, einlæga hugar þegar tálsýnirnar hverfa honum. Hann gat skrifað um tálsýnir af hlýrri gamansemi einsog í sögunni „Reistir pýramídar", en hann gat líka verið miskunnarlaus sögumaður, jafnvel grimmur einsog í sögunni „Píus páfi yfirgefur vatíkanið“: „Mamma - þú sást ekki augun“, hvíslar stelpan sem hefur horft á köttinn sinn hengdan. Glataðar tálsýnir verða leiðarminnið í skrifum Ólafs Jóhanns um helsta viðfangsefni sitt, þjóðfélagsbyltinguna sem skipaði borginni ofar sveitinni. 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.